Í þessum enskuáfanga er fjallað um hvernig skáldverk eru aðlöguð að kvikmyndaforminu. Farið verður yfir hvernig hugmyndir og sköpunarferli verða til og þróast, hvað gott sé að hafa í huga þegar aðlaga á skáldverk að kvikmynd og hvað beri að varast í þessum efnum. Skáldverkin verða krufin og greind ein og sér og síðan með tilliti til og í samanburði við kvikmyndaaðlaganirnar. Nemendur þurfa að rýna grannt í kvikmyndir, túlka þær og skilja út frá frásagnarhætti og sjónrænum þáttum. Lítillega verður farið yfir hugtök og kenningar í kvikmyndafræði í þessum samhengi en áherslan er meiri á bókmenntalegan skilning og túlkun. Kröfur áfangans samsvara hæfniþrepi C1 í Evrópska tungumálarammanum (CEFRL).
ENSK3AC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu einkennum og stíl skáldverkanna
helstu hugtökum kvikmyndafræði
hvað hafa ber í huga við kvikmyndaaðlaganir skáldsagna og leikrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja samtíma skáldsögur og 16. aldar leikrit á ensku
fjalla um og greina skáldsögur og leikrit í umræðum og kynningum
horfa á, bera saman og greina kvikmyndir út frá skáldsögum og leikritum
skrifa formlega og óformlega texta á ensku um viðfangsefnin
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við efni áfangans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka lesskilning sinn á ensku
mynda sér skoðanir og geta rökstutt þær í umræðum, kynningum og ritunum
miðla á skapandi hátt hugmyndum og skoðunum á bókmenntum og kvikmyndum
geta borið saman og vegið og metið ólíkar kvikmyndaútfærslur á skáldverkum