Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist starfsemi fiskvinnslu í sem víðustu mynd. Nemendum gefst tækifæri á að læra og fá þjálfun sem þarf til að uppfylla þá þætti sem getið er um hér að neðan; þekkingar-, leikni- og hæfniviðmið. Verkstjóri/umsjónarmaður í fyrirtækinu ber ábyrgð á að nemandinn fái þau námstækifæri og þá þjálfun sem um ræðir hverju sinni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
löndun og móttöku
vinnslu aukaafurða þ.m.t. skreiðarvinnslu
vinnslu við vélar
almennum fiskvinnslustörfum frá móttöku hráefnis til útskipunar afurða
útskipunar- og flutningsferli
mikilvægi þrifa og þess að framkvæma sýnatökur
viðhaldsstörf á fiskvinnsluvélum- og tækjum
lyftarastarfinu
gæðaskoðun innanhúss við snyrtingu og pökkun
störfum gæðateymis og reglulegum fundum þess
gæða- og umhverfisstefnu
öryggiskröfum varðandi framleiðslu og eigið öryggi
slysa- og atvikaskráningu
skráningakerfi á rekjanleika og framleiðsluferli
þeim skrifstofustörfum sem sinna þarf í fiskvinnslu
hvernig bókhaldi er háttað og unnið innan fiskvinnslu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að sinna almennum fiskvinnslustörfum frá móttöku hráefnis til útskipunar afurða
að umgangast stærri vélar við vinnslu
að greina frá vinnslu aukaafurða
að umgangast lyftara og starfa í kringum hann
að þrífa og framkvæma sýnatökur
að fylgja gæða- og umhverfisstefnu
gæðaskoðun innanhúss við snyrtingu og pökkun
öryggiskröfum varðandi framleiðslu og eigið öryggi
að tilkynna og skrá óhöpp og slys
notkun á skráningakerfi varðandi rekjanleika og framleiðsluferli
að greina frá því hvernig bókhaldi er háttað og unnið innan fiskvinnslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa yfirsýn yfir fiskvinnslu frá upphafi ferlis til enda þess
fara eftir gæða- og umhverfisstefnu
fara eftir öryggiskröfum varðandi framleiðslu og eigið öryggi
sýna frumkvæði í störfum gæðateymis
starfa á ábyrgan hátt í kringum vélar og tæki
geta sinnt þrifum og framkvæmt sýnatökur samkvæmt verkferlum
gera sér grein fyrir mikilvægi skráningakerfis á rekjanleika og framleiðsluferli
geta greint frá gæðaskoðun innanhúss við snyrtingu og pökkun
geta tekið þátt í þeim viðhaldsstörfum sem falla til
geta gert grein fyrir því hvernig bókhaldi er háttað innan fiskvinnslu
bera virðingu fyrir þeim fjölda starfa sem unnin eru innan fiskvinnslufyrirtækja
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Námsmat fer fram jafnt og þétt yfir starfstímann og er í höndum hverrar starfsstöðvar fyrir sig. Nái nemendur flestum þeirra markmiða og viðmiða sem áfangalýsingin setur fram stenst hann áfangann.