Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1712575366.02

    Vinnustaðanám kjötvinnsla
    VINS2VK05
    58
    vinnustaðanám
    Vinnustaðanám kjötvinnsla
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist starfsemi kjötvinnslu í sem víðustu mynd. Nemendum gefst tækifæri á að læra og fá þjálfun sem þarf til að uppfylla þá þætti sem getið er um hér að neðan; þekkingar-, leikni- og hæfniviðmið. Verkstjóri/umsjónarmaður í fyrirtækinu ber ábyrgð á að nemandinn fái þau námstækifæri og þá þjálfun sem um ræðir hverju sinni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig tryggja megi matvælaöryggi við framleiðslu matvæla
    • mikilvægi persónulegs hreinlætis starfsmanna matvælavinnslu
    • krossmengun og þýðingu hennar í matvælaframleiðslu
    • flæði framleiðslu og helstu atriði sem ber að varast til að koma í veg fyrir krossmengun
    • helstu sjúkdóma sem berast með matvælum og þær örverur sem valda þeim
    • HACCP og hvað það felur í sér
    • flæðiritum, hættugreiningu og verklýsingu fyrir afurð
    • helstu atriðum er varða merkingar matvæla
    • datablöðum og samræmisyfirlýsingum frá birgjum
    • helstu ofnæmisvöldum í matvælum og reglum varðandi merkingar þeirra
    • helstu þáttum sem ráða geymsluþoli matvæla
    • hvað forvarnir og innra eftirlit í matvælafyrirtækjum felur í sér
    • muninum á innri og ytri úttektum í matvælafyrirtækjum
    • almennu verklagi við þrif í matvælavinnslu og hvernig meta megi árangur þrifa
    • mikilvægi rekjanleika og tengingu við innkallanir/afturkallanir matvæla
    • svæðaskiptingu í matvælavinnslum, t.d. þar sem eru bæði framleidd matvæli tilbúin til neyslu og matvæli sem elda þarf fyrir neyslu
    • helstu öryggisatriðum varðandi áhöld, vélar og efni sem notuð eru í matvælavinnslu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp innihaldslýsingu fyrir afurð
    • að reikna út næringargildi fyrir afurð
    • að tryggja matvælaöryggi við framleiðslu matvæla
    • að fylgja flæðiritum og verklýsingum
    • persónulegu hreinlæti starfsmanna matvælavinnslu
    • að merkja matvæli samkvæmt reglum og ferlum um rekjanleika og tengingu við innkallanir matvæla
    • að fylgja helstu öryggisatriðum varðandi áhöld, vélar og efni sem notuð eru í matvælavinnslu
    • að fara eftir gæðakerfinu HACCP við störf
    • þátttöku í innri úttektum
    • að skoða datablöð og samræmisyfirlýsingar frá birgjum
    • að leggja mat á geymsluþol matvæla
    • að fylgja almennu verklagi við þrif í matvælavinnslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tryggja matvælaöryggi við framleiðslu matvæla
    • tileinka sér persónulegt hreinlæti við matvælavinnslu
    • koma í veg fyrir krossmengun
    • geta tekið virkan þátt í vinnu í kringum gæðakerfi HACCP
    • geta merkt vörur í samræmi við reglur
    • geta tekið þátt í innri úttektum í matvælafyrirtækjum
    • geta sett upp innihaldslýsingu og reiknað út næringargildi fyrir afurð
    • fara eftir helstu öryggisreglum varðandi áhöld, vélar og efni
    • leggja mat á geymsluþol matvæla
    • átta sig á mikilvægi rekjanleika og tengingu við innkallanir matvæla
    • vera fær um að fylgja verklagi við þrif í matvælavinnslu og geta metið árangur þeirra þrifa
    Námsmat fer fram jafnt og þétt yfir starfstímann og er í höndum hverrar starfsstöðvar fyrir sig. Nái nemendur flestum þeirra markmiða og viðmiða sem áfangalýsingin setur fram stenst hann áfangann.