Nemandinn lærir undirstöðuatriði í teikningu. Með margskonar aðferðum þjálfar hann sig í að yfirfæra þrívíða fyrirmynd á tvívíðan teikniflöt og teiknar samkvæmt ímyndum sínum. Nemandinn beitir bæði rannsóknarteikningu og hraðteikningu. Hann teiknar grunnform og umhverfi innan húss og utan og lærir mæliaðferðir og aðferðir til að skapa dýpt. Hann teiknar einnig mannslíkama, kynnist hlutföllum hans, jafnvægi og hreyfingu og mæliaðferðum. Hann fær innsýn í heim vísindamanna, listamanna og hönnuða í tengslum við verkefnavinnu. Nemandinn ígrundar stöðugt verk sín í samvinnu við kennara og aðra nemendur.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• grunnformum í umhverfi og mannslíkama
• grundvallaratriðum í túlkun dýptar á tvívíðum teiknifleti t.d. með fjarvíddarreglum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja sjónræna rannsókn á umhverfi við hreyfingu handar og yfirfæra það sem hann sér á tvívíðan teikniflöt
fá fram dýpt með fjarvíddarreglum og fleiri aðferðum
meta stærðir, stefnu, hlutföll, jafnvægi og afstöðu með hjálparaðferðum
teikna út frá ímyndunarafli
beita margvíslegum efnum og aðferðum í teikningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rannsaka umhverfi sitt og ímyndir í gegnum teikningu með margvíslegum efnum og aðferðum á sjálfstæðan hátt
setja fram eigin hugmyndir með teikningu og þróa eigin teiknistíl
nýta teikningar listamanna, hönnuða og vísindamanna sem innblástur fyrir eigin teikningar
ígrunda og ræða um verk sín og vinnuferli í samvinnu við aðra nemendur og kennara og setja eign verk fram til kynningar á skýran hátt
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.