Hreyfimyndagerð, hljóðvinnsla, myndvinnsla, stafræn ljósmyndun og upptaka
MARG1HM05(AV)
2
margmiðlun
Hljóð og myndbönd
í vinnslu
1
5
AV
Nemendur kynnast grunnatriðum í myndvinnslu, hreyfimyndagerð, hljóðvinnslu og auka skilning sinn á stafrænni ljósmyndun og upptökutækni. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist forritum og fjölbreyttum möguleikum þeirra sem hægt er að nýta við úrvinnslu skapandi verka sem byggja á stafrænni tækni. Nemendur kynnast lagskiptri myndvinnslu, lýsingar- og litaleiðréttingu. Þá vinna nemendur með klippiforrit við klippingu á eigin efni en gera jafnframt fjölbreyttar tilraunir með fundið efni t.d. af netinu.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
klippiforritum og stafrænum miðlum fyrir myndband og hljóð
vinnuferli við gerð myndbands- og hljóðverka
grunnatriðum í stafrænni myndvinnslu
grunnatriðum í stafrænni ljósmyndun og upptökutækni
grunnatriðum í myndvinnslu og möguleikum myndvinnsluforrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja, taka upp og klippa tímatengda miðla og ganga frá til sýningar í viðeigandi forriti
taka stafrænar ljósmyndir og vinna með þær í myndvinnsluforritum
velja viðeigandi forrit til að setja verkefni sín fram
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna á sjálfstæðan og skapandi hátt með margvísleg forrit við vinnslu og framsetningu á eigin hugmyndum og verkum
fullvinna verk með viðeigandi hætti með tilliti til þess á hvaða formi verkið skal birt
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.