Viðskiptastærðfræði fyrir nemendur á félagsvísindabraut. Í áfanganum er unnið með diffrun og diffrun falla, lograjöfnur, vísisföll og inngangur að heildun.
STÆR2FH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
diffrun og diffrun falla
logrum og vísisföllum
grunnatriðum heildunar
kostnaðarföllum, tekjuföllum, jaðarkostnaði og jaðartekjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
diffra algengustu föll
diffra margfeldi falla, kvóta falla og notað keðjuregluna
leysa lograjöfnur og vandamál þar sem veldi er ekki þekkt
heilda einföld föll með ákveðinni heildun
vinna með tengsl örsmæðareiknings og hagfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta diffrað algengustu föll
geta diffrað margfeldi falla, kvóta falla og vita hvenær á að nota keðjuregluna
leysa lograjöfnur og vandamál þar sem veldi er ekki þekkt