Í áfanganum er meginstefið og rauði þráðurinn helförin á árunum 1933-1945. Farið er djúpt í uppgang nasisma og fasisma á 20. öld, orsakir þess, framgang og afleiðingar. Fjallað er um ævi Adolf Hitlers, saga Þýskalands fyrir, í og eftir síðari heimsstyrjöldina ásamt sögu Póllands fyrir og eftir stríð. Stefnu nasista um útrýmingu gyðinga, sígauna, rómafólks, hinseginfólks og pólítískra andstæðinga verður gerð góð skil. Notast er við fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, kvikmyndir, þætti og efni eftir kennara.
Í áfanganum verður farið í ferð til Katowice/Kraká og minjar síðari heimsstyrjaldarinnar skoðaðar í nærliggjandi sveitum og með dagsferð til útrýmningarbúðanna Auschwitz-Birkenau.
Áfanganum er skipt upp í þrjá hluta:
a) Adolf Hitler og þjóðernisjafnaðarstefnan
b) Helförin
c) Ferðalag til Póllands
SAGA2MS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
geti lýst uppgangi fasisma, nasisma og gyðingahaturs á 20. öld
kunni skil á helstu atburðum síðari heimsstyrjaldarinnar með tilliti til mismunandi
tímabila, leiðtoga, samfélagsviðhorfa og menningarheima
þekki leiðir fyrir einræðisherra til að ná stjórn á lýðræðissamfélagi
geti rakið sögu helfararinnar og hvernig þjóðarmorð urðu og verða til
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taki sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu við aðra um söguleg málefni og frætt aðra um málefni
vegi og meti mismunandi skoðanir og heimssýn ólíkra menningarheima, og brugðist við þeim á fordómalausan og réttvísan hátt
fáist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geti beitt rökfræði og gagnrýnni hugsun í að meta gæði heimilda
geti unnið með sögulegan texta og sett fram skoðun sína á rökrænan hátt
geti sagt frá máli sínu munnlega og í hópum fyrir framan aðra nemendur