Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1740480473.71

    Að brúa huga og menningu gegnum sögur
    ERLE1HM03
    3
    erlend samskipti
    Hugur og menning
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Áfanginn er erlent samstarfsverkefni sem leggur áherslu á andlega vellíðan, tjáningu og gagnrýna hugsun nemenda í stafrænum heimi. Verkefnið tengir saman menningu, listir, útivist og skrif sem leið til að efla andlega vellíðan á skapandi og fjölbreyttan hátt.
    Engar formlegar forkröfur eru til þátttöku en áhugi á skapandi vinnu, samvinnu og menningartengdu starfi er æskilegur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi andlegrar vellíðunar í námi og daglegu lífi
    • hlutverki lista, menningar og skapandi tjáningar
    • tjáningu og gagnrýnni hugsun í fjölmenningarlegu samhengi
    • lausnum til að bæta andlega heilsu og vellíðan
    • mismunandi menningarheimum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota ritun sem tjáningarform og verkfæri til að vinna með tilfinningar
    • vinna á skapandi hátt með menningarlegar og listrænar aðferðir
    • taka þátt í samvinnuverkefnum þvert á landamæri og menningarheima
    • nýta náttúruna og útivist sem leið til að bæta andlega vellíðan
    • ræða og rökstyðja mikilvægi andlegrar heilsu og gagnrýninnar hugsunar í samtímanum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stuðla að eigin vellíðan og annarra á skapandi hátt
    • tengja menningu, listir og sjálfstjáningu við geðheilbrigði
    • taka virkan þátt í fjölmenningarlegri samvinnu og sýna skilning á ólíkum menningarlegum sjónarhornum
    • sýna ábyrgð í eigin umgengni við menningararf og listræna sköpun
    • taka þátt í nýsköpun sem leiðir til aukinnar vellíðanar í samfélaginu
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og því er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.