Í áfanganum verður tekin fyrir stafræn miðlun og markaðssetning með áherslu á undirbúning og framkvæmd vefsíðugerðar og gerð myndbanda, hlaðvarpa og mynd- og textaefnis fyrir vefsíður og samfélagsmiðla. Sérstök áhersla á hvernig unnt er að nota samfélagsmiðla til efnismarkaðssetningar og kynningar. Þá verður farið yfir ferlið frá kynningu á viðfangsefnum, vöru, þjónustu á samfélagsmiðlum til þess endanlega markmiðs að koma á gagnkvæmum samskiptum “kaupenda” og “seljenda” inn á heimasíðu. Nemendur útbúa eða endurhanna sínar eigin vefsíður, búa til myndbönd, myndefni, hlaðvar og texta og gera tilraunir með stafræna miðlun og markaðssetningu gegnum samfélagsmiðla og heimasíðu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Uppbyggingu vefsíðu og undirbúningi vefsíðugerðar
Gerð myndbanda, hlaðvarpa og stafræns mynd- og textaefnis fyrir vefsíður og samfélagsmiðla.
Hlutverki og virkni samfélagsmiðla.
Uppbyggingu og virkni leitarvéla og leitarvélabestun.
Grundvallarhugtökum í stafrænni miðlun og markaðssetningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Hanna útlit og innihald einfaldrar heimasíðu.
Gerð myndbanda, mynd- og textaefnis fyrir vefsíður og samfélagsmiðla.
Nota samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi.
Hanna áhugavert og vandað efni fyrir samfélagsmiðla og heimasíður.
Skilgreina og ná til til markhópa með stafrænni markaðssetningu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Hanna og búa til heimasíðu fyrir viðfangsefni, vöru eða þjónustu.
Búa til markaðssíður á a.m.k. tveimur samfélagsmiðlum og tengja þær viðkomandi heimasíðu.
Beita efnismarkaðssetningu með gerð myndbanda, hlaðvarpa, mynda og textaefnis.
Ná til ákveðinna markhópa fyrir ákveðið viðfangsefni, vöru eða þjónustu og eiga við þá gagnvirk samskipti með það að markmiði að koma á varanlegu viðskiptasambandi.
Áfanginn er símatsáfangi. Lögð er áhersla á jafningjamat og sjálfsmat nemenda við framkvæmd og lausn verkefna. Unnin verða hóp- og einstaklingsverkefni sem nemendur kynna fyrir samnemendum sínum og fá endurgjöf frá þeim ásamt leiðsagnarmati frá kennara. Skil verkefna, mæting, ástundun og áhugi er grunnforsenda námsmats.