Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1756300371.2

    Norræn skólamenning og félagsstarf nemenda
    ERLE2SF02
    11
    erlend samskipti
    Skólamenning og félagsstarf
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Áfanginn felst í heimsókn nemendafélags úr Menntaskólanum á Tröllaskaga í tvo danska skóla þar sem áherslan er á félagslega sjálfbærni. Nemendur fá tækifæri til að kynnast ólíkri skólamenningu, hefðum, nemendalýðræði og velferðarverkefnum. Með því að ræða og bera saman reynslu milli Íslands og Danmerkur er markmiðið að læra hvert af öðru og efla þannig inngildingu, samstöðu og samfélag innan og milli skóla. Reynslan verður nýtt til að styrkja skólamenningu og félagsstarf nemenda í MTR. Nemendur - skoði hvernig hægt er að byggja upp inngildandi og örugga skólamenningu - fái tækifæri til að ræða og bera saman skólabrag, hefðir, nemendalýðræði og velferðarverkefni í íslenskum og dönskum skólum - læri hvert af öðru til að efla samstöðu og samfélag þvert á skóla - nýti reynslu heimsóknarinnar til að leggja sitt af mörkum að þróun skólamenningar í eigin skóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu félagsleg sjálfbærni og því hvernig hún birtist í skólasamfélagi
    • ólíkri skólamenningu og hefðum í íslenskum og dönskum skólum
    • lýðræðislegri þátttöku og velferðarverkefnum sem stuðla að inngildingu og vellíðan nemenda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka virkan þátt í umræðum við jafningja í öðrum löndum
    • bera saman skólabrag og lýðræðishefðir milli Íslands og Danmerkur
    • greina og skrá niður hugmyndir og aðferðir sem hægt er að yfirfæra í eigin skóla
    • vinna saman í hópum að framsetningu á því sem lært var í heimsókninni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna skilning á mikilvægi inngildandi og öruggrar skólamenningar
    • beita samanburði og gagnrýninni hugsun til að greina styrkleika og veikleika í ólíkum skólum
    • leggja til aðgerðir eða verkefni sem geta eflt samfélag og samstöðu innan síns skóla
    • efla með sér félagslega ábyrgð, virðingu og vilja til samvinnu á alþjóðavettvangi