Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Nýsköpunar- og listabraut (Staðfestingarnúmer 136) 15-136-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Námi á nýsköpunar- og listabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðu í listum og nýsköpun. Brautin er tveggja ára 116 feininga braut með námslok á 2. þrepi. Námið er skipulagt sem fjögurra anna lista- og starfsnám sem lýkur með framhaldsskólaprófi en einnig er hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs. Markmið náms á nýsköpunar- og listabraut er að virkja sköpunarkraft nemandans svo að hann verði hæfari að samnýta og samþætta óskylda hluti, skoðanir og stefnur. Með markvissri þjálfun í skólanum og á starfsvettvangi verður nemandinn hæfari til þátttöku og nýsköpunar í samfélaginu og áttar sig á mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á nýsköpunar- og listabraut er alls 116 fein sem skiptist í sameiginlegan kjarna sem er alls 69 feiningar, pakkaval 37 feiningar, þar sem nemendur velja aðra af tveimur línum; kvikmyndalínu eða lista- og nýsköpunarlínu, og loks bundið val 10 feiningar. Námið skiptist í bóklegan og verklegan hluta og er lögð áhersla á góð samskipti við atvinnulífið og haft að leiðarljósi að nám á brautinni sé að einhverju leyti í takt við þarfir þess. Við námslok á brautinni skila nemendur lokaverkefnum. Beitt er aðferðum listnámskennslunnar þar sem nemandinn er virkjaður, jafnt hugur hans, hönd og sköpunarþrá.
Námsmat Námsmat getur verið mismunandi eftir áföngum. Skólinn leggur þó áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður við komið. Yfirleitt eru lokapróf aðeins í bóklegum áföngum en áhersla er lögð á leiðsagnarmat og að aðstoða nemendur við að bæta frammistöðu í ljósi niðurstöðu mats. Notast er m.a. við ferilskrár til að auðvelda samskipti, nám og kennslu. Við lokamat eru skoðaðir margvíslegir þættir; sjálfstæð vinnubrögð, ábyrg heimildanotkun og gagnrýnin, frumleg og gefandi tjáning.
Starfsnám: Miðað er við að nemendur séu í tvær til fjórar vikur í almennu starfsnámi og er ætlunin að þeir kynnist starfsumhverfi og atvinnulífi skapandi greina og iðn- og þjónustugreinum þar sem nýsköpun og hönnun á sér stað. Markmiðið er að nemendur geti gert sér grein fyrir möguleikum til starfa og framhaldsnáms á þessu sviði að loknu námi á brautinni. Nemendur í starfsnámi skila ferilbók í lok annar.
Reglur um námsframvindu: Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á tveimur árum. Til þess þarf hann að ljúka um 30 feiningum á önn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu og átta sig á að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • hagnýta þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér
  • skipuleggja verkferli í listsköpun/faggrein sinni með sjálfstæðum og ábyrgum hætti
  • sýna frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum og við mat á eigin vinnuframlagi
  • vinna að nýsköpun og gera sér grein fyrir vinnubrögðum og hugsunarhætti frumkvöðulsins
  • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu gildi lista og menningar
  • setja verk sín og vinnu í menningarlegt og listsögulegt samhengi
  • skilja umfang þeirrar greinar sem hann hefur fengið starfsþjálfun í

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

116  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Sameiginlegur kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Lista- og nýsköpunarlína
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kvikmyndalína
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

10 af 20
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 20

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Áhersla er lögð á þjálfun nemenda í að vinna með tölulegar upplýsingar, línurit og fleira í ýmsum forritum s.s Excel og að þeir geti nýtt sér það í daglegum störfum sínum.
  • Nemendur þjálfast í að ná sér í upplýsingar er tengjast sérhæfðum verkþáttum brautarinnar og að vera gagnrýnir á heimildir.
  • Í lokaverkefni reynir á að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, geti aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt.
Námshæfni:
  • Nemendur taka ábyrgð á eigin námi og eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og takist á við áskoranir í námi.
  • Í náms- og starfsvali er áhersla á að nemendur setji sér markmið til framtíðar sem tengjast námi og störfum.
  • Nemendur forgangsraða og skipuleggja heimanám sitt og vinnu.
  • Í hæfniramma um nám er ákveðin stígandi í þekkingu, leikni og hæfni nemandans þar sem nemandinn öðlast smám saman meira frelsi, sjálfstæði og þekkingu á sinni námsleið. Einnig eru gerðar vaxandi kröfur um áræðni, listræna getu, verkkunnáttu, sjálfsþekkingu og víðsýni.
  • Unnið er að metnaðarfullu lokaverkefni þar sem verulega reynir á námshæfni nemendanna. Þeir þurfa að nota fjölbreyttar aðferðir, vera sjálfstæðir og skapandi í vinnubrögðum, geta lagt mat á eigið vinnuframlag, þróað verkefni sín samkvæmt endurgjöf leiðbeinanda og tekist á við þá áskorun að vinna verkefni, kynna og/eða sýna og fá viðbrögð og gagnrýni.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Nemendur eru hvattir til að virkja og nota sköpunarkraft sinn, taka frumkvæði í eigin námi, sýna ígrundun og gagnrýna hugsun.
  • Stuðlað er að því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína.
  • Ferli sköpunar og nýsköpunarmenntar eru kynnt fyrir nemendum og stuðla að því að þeir skilji samhengi hugmyndafræðinnar við eigin frumkvæði, vilja til athafna, samfélagsþróun og uppbyggingu atvinnulífs.
  • Fjallað er um mikilvægi höfundarréttar og ábyrgð í þeim efnum.
  • Námið byggir m.a. á kennslu í listgreinum með áherslu á hagnýta nálgun með aðferðum og hugmyndafræði nýsköpunar. Sú nálgun gefur nemendum möguleika á starfstengingu við fyrirtæki og stofnanir á ýmsum sviðum lista, hönnunar og menningar.
  • Í lokaverkefninu reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemendanna en einnig á siðferðilega ábyrgð í úrvinnslu verkefnanna.
Menntun til sjálfbærni:
  • Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á áhrifum og möguleikum skapandi greina í efnahagslegu tilliti og hvernig skapandi greinar geta framkallað hagvöxt án þess að lífsgæði komandi kynslóða verði skert.
  • Tekin eru til umfjöllunar verk úr samtímanum þar sem fjallað er um tengsl mannsins við náttúruna og hvernig þau hafa þróast og birst með margvíslegum hætti gegnum tíðina.
  • Í skólanum er mikil áhersla á sjálfbærni og hefur skólinn sett sér skýr markmið. Markmiðið með sjálfbærnistefnu er að efla og styrkja skólann í framþróun og skapa nemendum og starfsmönnum umhverfi sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.
  • Markmiðið er að efla borgaralega virkni nemenda, styrkja gildismat og viðhorf til verndunar náttúrunnar og umhverfisvæns lífsstíls, efla lýðræðisvitund og samábyrgð, styrkja gildismat og viðhorf gagnvart mannréttindum, jafnrétti, fjölmenningu, velferð og heilbrigði, efnahagsþróun, framtíðarsýn og stuðla að sköpunargleði.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur á brautinni læra ensku og þar er lögð áhersla á að nemandinn geti ritað og tjáð sig með einföldum hætti.
  • Nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög.
  • Nemendur afla sér upplýsinga á erlendum tungumálunum og túlka þær.
Heilbrigði:
  • Stuðlað er að því að nemendur átti sig á tengslum hugar og líkama og geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín.
  • Stuðlað er að uppbyggingu og styrkingar jákvæðrar sjálfsmyndar nemenda og heilbrigðum og árangursríkum samskiptum.
  • Gengið er út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin heilsu.
  • Í áföngum er lögð áhersla á vellíðan m.a með áherslu á samskipti í skóla og á vinnustað, s.s. að leggja áherslu á virðingu fyrir öðrum, umburðarlyndi, umhyggju og ólíkum viðhorfum fólks óháð kyni, kynhneigð, búsetu, efnahag, trúarbrögðum, þjóðerni, litarhætti eða félagslegri stöðu.
  • Með listnámi iðkar nemandi andlega vinnu með sköpun sinni og styrkir sálarþrek sitt og sjálfsímynd. Í gegnum listnám tekst nemandanum að þekkja sjálfan sig betur, takmarkanir sínar og getu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Lögð er áhersla á að þjálfa færni nemandans að tjá hugsun sína og hugmyndir í orði, á prenti, með látbragði eða í myndmáli.
  • Starfsþjálfun miðar að því að auka hæfni nemenda í mannlegum samskiptum.
  • Í starfsþjálfun er unnið með læsi, ritun og tjáningu með gerð ferilbókar.
  • Nemendur eru hvattir til að tjá sig á persónulegan hátt og koma á framfæri tilfinningum sínum, skoðunum, gildum og áhuga sínum.
  • Rökræða nemenda um siðferðileg álitamál er þjálfuð, þannig að þeir átti sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finni skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum. Nemendur eru efldir í að ígrunda eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Mikilvægur þáttur í listnámi er að nemendur þroski afstöðu og persónulega sýn á sjálfa sig og á samfélagið.
  • Nemendur þurfa að efla með sér skilning á verkum og sjónarmiðum annarra. Þessi grundvallarþáttur í listnámi eykur samkennd og skilning og byggir nemendur upp til samfélagslegrar ábyrgðar og að þeir átti sig á áhrifum lista í samfélaginu.
  • Höfundarréttur, sæmdarréttur og önnur lög og reglur tengd listum eru til umfjöllunar.
  • Áhersla er lögð á að allir nemendur fái að tjá sig og segja sína skoðun.
  • Nemendur vinna saman og læra að bera virðingu fyrir ólíkum hugsanaferlum, taka tillit til samnemenda og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.
  • Nemendur nota þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér til þess að taka rökstudda afstöðu til siðferðilegra spurninga s.s. hvað er rétt og rangt, réttlæti og ranglæti og tjá sig um hana munnlega og í rituðu máli.
Jafnrétti:
  • Skoðað er hvernig t.d. staðalmyndir, fjölmiðlar, menntunartækifæri, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunandi tækifæri fyrir mismunandi einstaklinga.
  • Kynntar eru hreyfingar og tímabil úr listasögunni þar sem pólitísk afstaða birtist með áhugaverðum hætti.
  • Tungumál sjónrænna listgreina takmarkar ekki aðgang og skilning nemenda af erlendum uppruna heldur gerir þeim kleift að stunda nám sitt á jafnréttisgrundvelli við innlenda nemendur sem hafa íslensku sem fyrsta tungumál.
  • Gætt er að samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðlað að sjálfsvirðingu og sjálfstæði beggja kynja. Jafnrétti endurspeglast í starfsháttum, s.s. kennsluaðferðum, kennsluefni, samskiptum og skólabrag.
  • Skapaðar eru umræður og þjóðfélagsgreining á jafnrétti æfð, hvort sem um er að ræða kynjajafnrétti eða jafnrétti minnihluta- og jaðarhópa jafnréttisbaráttu, hlutgervingu og samfélagslegar staðalmyndir og að nemendur taki viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti.
  • Nemendur kynnast hugmyndum sem uppi eru um listgreinar ýmissa minnihlutahópa í samtímanum.