Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Nýsköpunar- og listabraut (Staðfestingarnúmer 136) 15-136-2-3 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 2 |
Lýsing: | Námi á nýsköpunar- og listabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðu í listum og nýsköpun. Brautin er tveggja ára 116 feininga braut með námslok á 2. þrepi. Námið er skipulagt sem fjögurra anna lista- og starfsnám sem lýkur með framhaldsskólaprófi en einnig er hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs. Markmið náms á nýsköpunar- og listabraut er að virkja sköpunarkraft nemandans svo að hann verði hæfari að samnýta og samþætta óskylda hluti, skoðanir og stefnur. Með markvissri þjálfun í skólanum og á starfsvettvangi verður nemandinn hæfari til þátttöku og nýsköpunar í samfélaginu og áttar sig á mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Nám á nýsköpunar- og listabraut er alls 116 fein sem skiptist í sameiginlegan kjarna sem er alls 69 feiningar, pakkaval 37 feiningar, þar sem nemendur velja aðra af tveimur línum; kvikmyndalínu eða lista- og nýsköpunarlínu, og loks bundið val 10 feiningar. Námið skiptist í bóklegan og verklegan hluta og er lögð áhersla á góð samskipti við atvinnulífið og haft að leiðarljósi að nám á brautinni sé að einhverju leyti í takt við þarfir þess. Við námslok á brautinni skila nemendur lokaverkefnum. Beitt er aðferðum listnámskennslunnar þar sem nemandinn er virkjaður, jafnt hugur hans, hönd og sköpunarþrá. |
Námsmat | Námsmat getur verið mismunandi eftir áföngum. Skólinn leggur þó áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður við komið. Yfirleitt eru lokapróf aðeins í bóklegum áföngum en áhersla er lögð á leiðsagnarmat og að aðstoða nemendur við að bæta frammistöðu í ljósi niðurstöðu mats. Notast er m.a. við ferilskrár til að auðvelda samskipti, nám og kennslu. Við lokamat eru skoðaðir margvíslegir þættir; sjálfstæð vinnubrögð, ábyrg heimildanotkun og gagnrýnin, frumleg og gefandi tjáning. |
Starfsnám: | Miðað er við að nemendur séu í tvær til fjórar vikur í almennu starfsnámi og er ætlunin að þeir kynnist starfsumhverfi og atvinnulífi skapandi greina og iðn- og þjónustugreinum þar sem nýsköpun og hönnun á sér stað. Markmiðið er að nemendur geti gert sér grein fyrir möguleikum til starfa og framhaldsnáms á þessu sviði að loknu námi á brautinni. Nemendur í starfsnámi skila ferilbók í lok annar. |
Reglur um námsframvindu: | Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á tveimur árum. Til þess þarf hann að ljúka um 30 feiningum á önn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu og átta sig á að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
116 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Bundið áfangaval
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 10 af 20 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft