Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Heilbrigðisritari (Staðfestingarnúmer 137) 17-137-2-5 heilbrigðisritari hæfniþrep 2
Lýsing: Starfsvettvangur heilbrigðisritara er á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, læknastofum og hjá einkafyrirtækjum. Þeir vinna náið með öðrum fagstéttum í heilbrigðisþjónustu og eiga samskipti við sjúklinga, aðstandendur, samstarfsfólk, sjúkradeildir og aðrar stofnanir. Þeir sinna margskonar bókhaldi, koma að starfsmannahaldi og halda utan um móttöku og ýmis konar þjónustu við skjólstæðinga og starfsfólk.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Skilyrði til innritunar í nám á heilbrigðisritarabraut er að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám.
Skipulag: Námið, sem er 120 framhaldsskólaeiningar (fein), skiptist í 37 fein. almennar greinar, 37 fein. almennar heilbrigðisgreinar, 26 fein. sérgreinar brautar og 20 fein. vinnustaðanám. Námið tekur að jafnaði fimm annir. Skipulagt vinnustaðanám tekur við að loknu bóknámi.
Námsmat Með námsmati er kannað hvort nemandi hefur náð settum markmiðum í viðkomandi áföngum. Kennarar eru hvattir til þess að meta nám nemenda með fjölbreytilegum hætti. Umfang matsins skal þó að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga og vera nemendum ljóst í upphafi annar.
Starfsnám: Vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tekur við að loknu bóknámi í skóla. Það skiptist í 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á heilsugæslu og 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á sjúkrahúsi. Vinnustaðanámið fer fram á vinnustað sem viðkomandi skóli viðurkennir og er hverjum nemanda fenginn leiðbeinandi sem einnig er viðurkenndur af skóla. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og skólinn gerir námssamning við vinnustaðinn fyrir hönd hans. Í samningnum er tilgreind lengd vinnutíma, gildistími samnings og skyldur nemanda, skóla og stofnunar. Í samningi skal einnig koma fram hvernig fara skuli með ágreining sem upp kann að koma. Ferilbók sem fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda og er hún hluti af námsmati.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein, þar sem við á. Nemendur á brautinni fá þó sjálfkrafa undanþágu frá forkröfum í SÁLF2FÖ05 ef þeir hafa lokið sálfræðiáfanga á 1. þrepi. Þegar vinnustaðanám hefst skal meginþorra bóklegra greina vera lokið.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • gegna störfum sem tilheyra starfssviði heilbrigðisritara ásamt því að þekkja réttindi og skyldur heilbrigðisritara
  • sinna þjónustuþegum í samræmi við hugmyndafræði og stefnu vinnustaðar
  • vera meðvitaður um vinnuvernd og öryggi á vinnustað og mikilvægi hreinlætis og smitvarna
  • gera sér grein fyrir mikilvægi trúnaðar, þagmælsku og góðra samskipta
  • skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og markmið stofnunar og fyrirtækis
  • vinna í teymi
  • forgangsraða verkefnum
  • koma fram af öryggi og fagmennsku gagnvart þjónustuþegum og samstarfsfólki og virða aðrar starfsstéttir, þekkingu þeirra og störf
  • afla fræðilegra upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og búa yfir nægilegri þekkingu til að meta upplýsingagildi og áreiðanleika þeirra
  • gera sér grein fyrir skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins, hlutverki helstu þjónustuþátta þess og geta nýtt sér þá þekkingu í starfi
  • viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • frá mismunandi miðlum. Unnið er með meðaltöl, töflur og skífurit til samanburðar og til að skoða frávik. Í náminu er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð og að nemendur séu læsir á upplýsingar ólíkra miðla, geti nýtt sér fjölbreytta miðla í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað og nýtt sér á gagnrýninn hátt. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
Námshæfni:
  • á markvissan hátt með því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, áhersla er lögð á leiðsagnarmat þar sem unnið er með styrkleika nemanda og hvernig megi efla þá. Í vinnustaðanámi færa nemendur ferilbók þar sem þeir ígrunda framfarir sínar í námi og starfi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • í flestum áföngum þar sem reynir á úrvinnslu námsefnis og framsetningu á lausn verkefna á fjölbreyttan og skapandi hátt. Þegar tilefni gefst til er reynsla nemenda úr starfi notuð til þess að ígrunda og skoða aðstæður í nýju ljósi. Í vinnustaðanámi vinna nemendur oft í aðstæðum þar sem reynir á hugkvæmni og sköpun við lausn verkefna.
Menntun til sjálfbærni:
  • Á heilbrigðisritarabraut er lögð áhersla á sjálfbærni með því að gera nemendur meðvitað ábyrga á eigin heilsu. Nemendur eru hvattir til að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Áhersla er lögð á að þeir verði öðrum til fyrirmyndar í krafti þekkingar sinnar. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu. Þessum þætti er einkum fylgt eftir í stefnu sérhvers skóla. Dæmi um sjálfbærni má meðal annars finna í heilbrigðisfræði þar sem fjallað er um tengsl mengunar og sjúkdóma. Þar er fjallað um ábyrgð hvers einstaklings á mengunarvörnum í nánasta umhverfi sínu. Nemendur læra að marga sigra í heilbrigðismálum er hægt að rekja til þrautseigju einstakra manna og að lítið atvik eða hugmynd hafa orðið kveikjan að miklum framförum. Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með notkun á margvíslegum erlendum miðlum
  • þar sem unnið er með samanburð á mismunandi alþjóðlegum gæðastöðlum
Heilbrigði:
  • Á heilbrigðisritara braut er unnið með heilbrigði og velferð í öllum áföngum þar sem þessi þættir mynda meginþema námsins. Í almennum heilbrigðisgreinaáföngum er meðal annars fjallað um heilbrigðishugtakið, forvarnir, áhættuþætti, heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu. Sérstakir áfangar fjalla um samskipti, núvitund, jákvæða sálfræði ásamt skyndihjálp og góðri líkamsbeitingu. Í sérgreinaáföngum er meðal annars fjallað um lyf og starfsumhverfi á faglegan hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • í öllum áföngum. Nemendur vinna með ýmsa miðla, innlendar og erlendar bækur, blöð, skýrslur, myndefni, fjölmiðla og ýmsar greinar. Nemendur þjálfast meðal annars í að verða læsir á líkamstjáningu og upplýsingar
  • með því að hvetja nemendur til að tileinka sér íslensk hugtök og fræðiheiti um fagið
Lýðræði og mannréttindi:
  • í öllu náminu með það að leiðarljósi að allir eiga siðferðilegan og lagalegan rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits til þjóðfélagsstöðu, sjúkdómsástands, kyns eða þjóðernis. Áhersla er lögð á að styrkja þessi viðhorf hjá nemendum meðal annars með því að leggja áherslu á samskipti milli kennara og nemenda, nemenda innbyrðis og nemenda og þjónustuþega einkennist af virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að nemendur virði þagnarskyldu við þjónustuþega.
Jafnrétti:
  • því áhersla er lögð á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli. Námsmat og kennsluaðferðir í áföngum er aðlagað að mismunandi leiðum nemenda til að læra og er fjölbreytt á námstímanum. Í náminu er fjallað um og skoðað hvernig aldur, búseta, kyn, heilsufar, sjúkdómar, fötlun, mismunandi menningarheimar og stétt getur endurspeglast í mismunandi áhrifum á samskipti og heilsufar.