Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Heilbrigðisritari (Staðfestingarnúmer 137) 17-137-2-5 | heilbrigðisritari | hæfniþrep 2 |
Lýsing: | Starfsvettvangur heilbrigðisritara er á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, læknastofum og hjá einkafyrirtækjum. Þeir vinna náið með öðrum fagstéttum í heilbrigðisþjónustu og eiga samskipti við sjúklinga, aðstandendur, samstarfsfólk, sjúkradeildir og aðrar stofnanir. Þeir sinna margskonar bókhaldi, koma að starfsmannahaldi og halda utan um móttöku og ýmis konar þjónustu við skjólstæðinga og starfsfólk. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Skilyrði til innritunar í nám á heilbrigðisritarabraut er að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám. |
Skipulag: | Námið, sem er 120 framhaldsskólaeiningar (fein), skiptist í 37 fein. almennar greinar, 37 fein. almennar heilbrigðisgreinar, 26 fein. sérgreinar brautar og 20 fein. vinnustaðanám. Námið tekur að jafnaði fimm annir. Skipulagt vinnustaðanám tekur við að loknu bóknámi. |
Námsmat | Með námsmati er kannað hvort nemandi hefur náð settum markmiðum í viðkomandi áföngum. Kennarar eru hvattir til þess að meta nám nemenda með fjölbreytilegum hætti. Umfang matsins skal þó að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga og vera nemendum ljóst í upphafi annar. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tekur við að loknu bóknámi í skóla. Það skiptist í 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á heilsugæslu og 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á sjúkrahúsi. Vinnustaðanámið fer fram á vinnustað sem viðkomandi skóli viðurkennir og er hverjum nemanda fenginn leiðbeinandi sem einnig er viðurkenndur af skóla. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og skólinn gerir námssamning við vinnustaðinn fyrir hönd hans. Í samningnum er tilgreind lengd vinnutíma, gildistími samnings og skyldur nemanda, skóla og stofnunar. Í samningi skal einnig koma fram hvernig fara skuli með ágreining sem upp kann að koma. Ferilbók sem fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda og er hún hluti af námsmati. |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur þurfa að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein, þar sem við á. Nemendur á brautinni fá þó sjálfkrafa undanþágu frá forkröfum í SÁLF2FÖ05 ef þeir hafa lokið sálfræðiáfanga á 1. þrepi. Þegar vinnustaðanám hefst skal meginþorra bóklegra greina vera lokið. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
120 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft