Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Sjúkrahúslyfjatækni 17-66-4-11 framhaldsnám heilbrigðisgreina hæfniþrep 4
Lýsing: Sjúkrahúslyfjatækni er 67 feininga nám á 4.hæfniþrepi framhaldsskólans. Námið er byggt upp af almennum áföngum sem eru sameiginlegir fyrir allt framhaldsnám á 4. hæfniþrepi heilbrigðissviðs og sérhæfðum áföngum fyrir sjúkrahúslyfjatækna. Námslengd er tvær annir miðað við fullt nám eða fjórar annir ef það er skipulagt sem nám með vinnu. Markmið framhaldsnáms í sjúkrahúslyfjatækni er að auka hæfni og þekkingu lyfjatækna í starfi svo þeir geti tekið á sig aukna ábyrgð í samræmi við lokamarkmið námsins. Að námi loknu eiga þeir að hafa dýpri þekkingu og skilning á hlutverki og starfsemi sjúkrahúsapóteka og hafa tileinkað sér fagmennsku í starfi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur sem innritast í nám í sjúkrahúslyfjatækni þurfa að hafa lokið námi í lyfjatækni og hafa unnið sem lyfjatæknar í a.m.k. 2 ár. Nemendur skulu hafa góða enskukunnáttu og góða þekkingu, leikni og hæfni í upplýsingatækni, þar með talið í helstu ritvinnsluforritum.
Skipulag: Námið er samtals 67 framhaldsskólaeiningar og eru námslokin skilgreind á 4.hæfniþrepi framhaldsskólans. Námið skiptist í almenna áfanga (18 fein.) og sérhæfða áfanga (49 fein.), 24% námsins (16 feiningar) er á 3 hæfniþrepi og 76% námsins (51 feiningar) er á 4 hæfniþrepi. Námslengd er 1 ár miðað við fullt nám. Verklegt nám er samþætt bóklegu námi og fer fram í sjúkrahúsapóteki Landspítala undir leiðsögn lyfjafræðings og/eða sjúkrahúslyfjatæknis. Nemendur vinna að gerð ferilbóka, bæði í sérgreinaáföngum og í verknámi, sem samanstanda af verkefnum og gátlistum.
Námsmat Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur náð settum markmiðum í viðkomandi áföngum. Stuðst er við skrifleg próf, en þó einkum lagt upp úr skilum á ferilbókum þar sem nemandi skilar fjölda verkefna, sjálfsprófum o.fl.
Starfsnám: Gert er ráð fyrir að starfsnám sé samþætt bóklegu námi og fari fram í sjúkrahúsapóteki Landspítala undir leiðsögn lyfjafræðings og/eða sjúkrahúslyfjatæknis. Tilgangur verknáms er að auka færni nemenda til að takast á við vinnu á heilbrigðisstofnunum, að þeir fái grunnþjálfun í vinnubrögðum sem búið er að fara yfir í bóklega hluta námsins.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa lokið öllum áföngum hverrar annar með viðunnandi árangri til þess að geta haldið áfram námi á næstu önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita fagmennsku í vinnubrögðum
  • yfirfæra þekkingu og færni inn í öll störf í sjúkrahúsapóteki
  • nýta sér upplýsingatækni í starfi og vera reiðubúinn að tileinka sér nýjungar
  • skilja mikilvægi akademískra vinnubragða og vísindarannsókna fyrir framþróun í lyfjafræði
  • vinna sjálfstætt og taka á sig aukna ábyrgð í skilgreindum verkefnum
  • vera þátttakandi í gerð gæðahandbóka og gæðaskjala og skilja tilgang og mikilvægi þeirra
  • vera þátttakandi í gerð verkefnisáætlana
  • skipuleggja og byggja upp fræðslu eða þjálfun fyrir starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur
  • taka þátt í þjálfun nema og nýrra starfsmanna
  • viðhalda þekkingu sinni og þjálfun með því að fylgjast með nýjungum og nýta þá þekkingu í starfi
  • bera ábyrgð á eigin starfsþróun

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

67  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Sérhæfðir áfangar í sjúkrahúslyfjatækni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sameiginlegir áfangar framhaldsnáms á heilbrigðissviði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að nota og leggja mat á tölulegar upplýsingar í náminu.
  • með því vinna með ýmsa miðla, skýrslur, myndefni, fjölmiðla, netið o.fl.
Námshæfni:
  • á þann hátt að nemendur verði meðvitaðir um mikilvægi þess að viðhalda þekkingu sinni og þjálfun í framtíðinni, svo það megi styrkja þá í starfi.
  • með því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum, þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra, t.d. með sjálfsmati og jafningjamati.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • í náminu eru nemendur hvattir til að skila og kynna verkefni á fjölbreyttan hátt.
  • í áfanganum Kennslufræði heilbrigðisstétta, þar sem nemendur vinna verkefni sem reyna á hugkvæmni og sköpun við úrlausn verkefna.
  • í Lokaverkefni í sjúkrahúslyfjatækni þurfa nemendur að sýna frumkvæði, ígrundun og viðhafa gagnrýna hugsun við úrvinnslu. Verkefnin sem nemendur velja sér eiga síðan að nýtast á vinnustað þeirra.
Jafnrétti:
  • með því að fjalla um rétt beggja kynja til sjúkrahúsþjónustu, menntunar, atvinnu og velferðar án tillits til aldurs, líkamsástands, búsetu og félagslegrar aðstöðu.
  • með því að aðlaga námsmat og kennsluaðferðir í áföngum að mismunandi leiðum nemenda til að læra.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að vinna að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar í lýðræðissamfélagi.
  • nemendur læra að umgangast hættuleg efni og lyf og farga úrgangi á umhverfisvænan og öruggan hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því vinna með ýmsa miðla, erlendar bækur, tímaritsgreinar, netið o.fl.
Heilbrigði:
  • í fjölmörgum áföngum sem tengjast námi í sjúkrahúslyfjatækni er fjallað um heilbrigði í víðasta skilningi; líkamlegt, andlegt og félagslegt.
  • með því að leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu og lífsstíl og hvað hver og einn getur gert til að efla heilbrigði sitt og ástunda heilbrigðan lífsstíl.
  • lögð er áhersla á gildi fyrirmynda og að nemendur sjálfir ástundi heilbrigðan lífsstíl.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því vinna með ýmsa miðla, innlendar bækur, tímaritsgreinar, netið o.fl.
  • nemendur fá þjálfun í að verða læsir á niðurstöður vísindarannsókna.
  • í náminu þurfa nemendur að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi.
  • með þjálfun í teymisvinnu.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með það að leiðarljósi að allir eigi siðferðislegan og lagalegan rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til þjóðfélagsstöðu, sjúkdómsástands, kyns eða þjóðernis og að styrkja þau viðhorf hjá nemendum.
  • í náminu er lögð áhersla á að öll samskipti milli kennara og nemenda, nemenda innbyrðis og nemenda og samstarfsfólks einkennist af virðingu, jafnrétti og lýðræði.