Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Námsbraut netagerðar (Staðfestingarnúmer 181) 16-181-3-8 | netagerðarmaður | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Námið er samningsbundið iðnnám og skiptist í bóklegar greinar (tvær annir í skóla) og vinnustaðanám, samtals 204 feiningar. Í vinnustaðanámi afla nemendur sér námssamningi í fyrirtæki sem samvarar 146 feiningum. Námi í netagerð lýkur með sveinsprófi. Netagerð er löggilt iðngrein. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Hæfnieinkunn C+ í stærðfræði og íslensku. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum þurfi nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B, B+ eða A í þessum greinum í grunnskóla. |
Skipulag: | Skólanám er tvær annir, samtals 58 framhaldskólaeiningar. Vinnustaðanám er 82. vikur eða 146 feiningar samkvæmt ferilbók. |
Námsmat | Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Hver skóli setur sér reglur um námsmat og birtir í skólanámskrá. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám í netagerð er skilgreint sem 82 vikna þjálfunartímabil. Hluti starfsþjálfunar getur farið fram milli fyrstu og annarrar annar. Megináhersla er þó á starfsþjálfun að loknum öllum áföngum skólanáms. Vinnustaðanám og skólanám skal mynda eina skipulagslega heild með þeim hætti að kennsla og nám í skóla er undanfari kennslu og þjálfunar á vinnustað. Starfsþjálfunartímabilið er 82 vinnuvikur í fyrirtæki. Fleiri en eitt fyrirtæki geta annast vinnustaðakennslu með samningi sín í milli. Ferilbók fylgir nemandanum í gegnum vinnustaðanámið. Hlutverk ferilbókar er að sýna skipulag vinnustaðanámsins sem heild og tengsl þess við skólanám. Skrá námsferil nemenda á vinnustað og gefa umsagnir um árangur nemenda á námsferlinum. |
Reglur um námsframvindu: | Sjá reglur um námsframvindu í skólanámskrá |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
204 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið áfangaval
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 1 af 12 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft