Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Framhaldsskólabrú (Staðfestingarnúmer 339) 19-339-1-1 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Námi á framhaldsskólabrú er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskyldum árangri á grunnskólaprófi undir nám á verk-, bók- eða listnámsbrautum skólans. Námið er að lágmarki 100 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhaldsskólabrú hefji nám á annarri námsbraut í framhaldi af eða samhliða námi á framhaldsskólabrú. Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi, mikið samráð við forráðamenn og nemendur fá aðhald og stuðning í námi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun. |
Skipulag: | Nám á framhaldsskólabrú er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góða almenna menntun og traustan grunn í kjarnagreinunum. Starfshættir á brautinni miða að því að efla sjálftraust og sjálfsþekkingu nemenda. |
Námsmat | Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi/lokaverkefni eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Ljúka verður námi á framhaldsskólabrú á tveimur árum. Námið er einstaklingsmiðað þannig að nemandi með nægan undirbúning í tiltekinni grein getur hafið þar nám á 2. námsþrepi þó svo að hann sé á fyrsta þrepi í öðrum greinum. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5. Skólasóknareinkunn nemanda er reiknuð í lok hverrar annar. Sé hún undir viðmiðunarmörkum telst nemandi fallinn á önn. Ekki er skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið tvær annir í röð. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
100 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Frjálst val á framhaldsskólabraut er 50 einingar og skulu nemendur velja þær af 1. og 2. þrepi. |