Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 30) 15-30-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár, einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Nám og kennsla á starfsbraut eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Skipulag: Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár, einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Nám og kennsla á starfsbraut er skipulagt með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er á að auka félagsleg samskipti nemenda og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.
Námsmat Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.
Starfsnám: Nemendur sinna starfsnámi, 4 stundir á viku, allan námstímann. Nemendur fá tækifæri til að kynnast ýmsum vinnustöðum með virkri þátttöku. Tekið er mið af óskum nemandans og foreldra við val á vinnustöðum eins og kostur er. Vinnuveitandi leggur mat á frammistöðu nemanda í lok hverrar annar og gildir það sem námsmat annarinnar í þessu fagi.
Reglur um námsframvindu: Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • eiga samskipti við daglegar athafnir á sínum forsendum
  • auki sjálfstraust sitt, sjálfstæði og samskiptahæfni til daglegra athafna
  • auki möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi
  • njóta margbreytileika íslenskrar menningar á sínum forsendum
  • taka þátt á vinnumarkaði á sínum forsendum

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

240  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Starfsbraut - kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Starfsbraut - sérhæfing
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

23 af 70
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 23 af 70

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: 80 einingar í frjálsu vali

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
  • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • með því að nemendur vinni með talnagögn bæði í raungreinum og félagsgreinum
Námshæfni:
  • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
  • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
  • með því að nemendur geri áætlanir um uppbyggingu náms síns og áætluð námslok
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að í kjarna allra brauta er listaáfangi
  • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
  • með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
  • með þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
  • með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
  • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
Heilbrigði:
  • með því að skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli
  • með því að styðja nemendur til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu úrvali af íþróttaáföngum
  • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
  • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
  • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
  • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
  • með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku
Jafnrétti:
  • með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
  • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
  • með því að bjóða upp á áfanga þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman