Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Hársnyrtir 18-287-3-8 | hársnyrtir | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Hársnyrtir klippir, litar, setur permanent í hár og blæs og útfærir hár beggja kynja – allt óháð hárlengd, hárgerð og höfuðlagi. Hann velur vörur og áhöld og útfærir þjónustu á faglegum forsendum en miðar einnig við þarfir og óskir viðskiptavina. Hann vinnur sjálfstætt en getur átt samvinnu við aðrar faggreinar um skipulag og samþættingu verkefna er varða hár og tísku. Nám í hársnyrtiiðn er 218 einingar og eru námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið námsins er að ná færni til að veita alhliða þjónustu á fjölbreyttum starfsvettvangi greinarinnar og hafa hæfni til að bregðast við tískusveiflum á markaðnum. Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Kynntar eru mögulegar leiðir til sjálfbærni í faginu og notkun umhverfisvænna efna. Nemendur þurfa að standast kröfur iðngreinarinnar um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem að lokinni starfsþjálfun veitir rétt til að þreyta sveinspróf. Sveinspróf veitir réttindi til að starfa í iðngreininni auk inngöngu í nám til iðnmeistara. Lengd hársnyrtinámsins er sex annir í skóla þar sem vinnustaðanám fléttast inn í námstímann auk eins skólaárs í starfsþjálfun. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. |
Skipulag: | Nám í skóla er þrepaskipt þar sem gert er ráð fyrir því að hæfni og sjálfstæði fari stigvaxandi. Vinnustaðanám fléttast inn í skólatímann og er skipulagt og stýrt af skóla í samvinnu við meistara og fyrirtæki sem hafa fullgilt nemaleyfi. Það er verkefnabundið og undir sama eftirliti og aðrir áfangar brautarinnar. Vinnustaðanám er 21 eining. Tilgangur þess er að nemendur verði hæfir til þess að yfirfæra faglega þekkingu á raunveruleg viðfangsefni við starfstengdar aðstæður og þjálfist í vinnubrögðum og aðferðum á starfsvettvangi. Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem að lokinni starfsþjálfun veitir rétt til að þreyta sveinspróf. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | Starfsþjálfun á vinnustað er mikilvægur hluti hársnyrtinámsins og miðar að því að búa nemendur undir að standast kröfur greinarinnar sem eru tilgreindar í hæfniviðmiðum námsbrautarinnar. Starfsþjálfun á vinnustað er eitt skólaár (60 ein) og fer fram utan skólatíma, þó er æskilegt að hún sé tekin samhliða skóla. Tilgangur starfsþjálfunar er að nemandinn efli færni, reynslu og leikni í þjónustu við viðskiptavini auk þess að þjálfast í hraða og faglegum vinnubrögðum við raunverulegar starfsaðstæður. Starfsþjálfunin raðast á hæfniþrep eins og annað nám þar sem þekking, leikni og hæfni nemandans eykst eftir því sem á námið líður. |
Reglur um námsframvindu: | Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
222 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft