Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Sjúkraliðabraut (Staðfestingarnúmer 171) 16-171-3-8 sjúkraliði hæfniþrep 3
Lýsing: Sjúkraliðabraut er ætlað að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Skipulag: Nám í kjarnagreinum íslensku, ensku og stærðfræði ásamt námi í öðrum almennum greinum hefst á 1. önn. Gert er ráð fyrir í námskránni að nám í kjarnagreinum hefjist á 2. þrepi. Á annarri og þriðju önn bætast við framhaldsáfangar kjarnagreina og nám í heilbrigðisgreinum sem eru nauðsynlegir undanfarar náms í sérgreinum brautar og starfsnáms. Á 4.-6. önn eykst sérhæfing námsins enn frekar með námi í sérgreinum brautar og starfsnámi. Skólinn fléttar saman bóknám og vinnustaðanám að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá. Þannig getur vinnustaðanám farið fram á stofnunum samhliða bóknámi eða sem sérstök verkleg önn á námstíma.
Námsmat Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans.
Starfsnám: Starfsnám skiptist í vinnustaðanám og starfsþjálfun, hvort tveggja á heilbrigðisstofnun. Skólar gera samkomulag við heilbrigðisstofnanir um vinnustaðanám og starfsþjálfun með hæfniviðmið brautar að leiðarljósi. Æskilegt er að við hvern skóla sé stofnað fagráð í samvinnu við helstu samstarfsaðila skólans í sjúkraliðanámi. Tilgangur fagráðs er að vera samstarfsvettvangur skóla og heilbrigðisstofnana um vinnustaðanám. Vinnustaðanám er skipulagt sem 24 feininga nám á heilbrigðisstofnunum undir leiðsögn sjúkraliða og deildarstjóra viðkomandi deildar eða einingar. Tilgangur vinnustaðanáms er að nemendur öðlist hæfni til að takast á við margbreytilegar aðstæður á heilbrigðisstofnunum, verði færir um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Hverjum nemanda skal fylgja ferilbók þar sem gerð er grein fyrir þjálfun hans í vinnustaðanámi, verkefnum er lýst og mat lagt á hæfni og framvindu náms. Við upphaf vinnustaðanáms setur nemandi sér fagleg og persónuleg markmið sem verða leiðarljós í náminu og í samskiptum hans við skjólstæðinga, leiðbeinanda og starfsfólk. Nemandi og leiðbeinandi í vinnustaðanámi bera ábyrgð á skráningu ferilbókar sem er hluti af námsmati. Vinnustaðanám er skipulagt út frá hæfniviðmiðum brautar og skilgreindum hæfnikröfum sjúkraliðastarfsins. Stofnun sem gerir samning um vinnustaðanám nemenda skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum. Umsjónarkennarar -í vinnustaðanámi skipuleggja vinnustaðanámið, fylgja nemendum eftir og meta, í samvinnu við leiðbeinendur á heilbrigðisstofnunum, hvort þeir hafi staðist -vinnustaðanámið/áfangann. Starfsþjálfun fer fram á heilbrigðisstofnunum og stendur yfir í sextán vikur, sem samsvarar 27 einingum. Að loknum fyrsta áfanga vinnustaðanáms er skólum frjálst að skipuleggja hluta af starfsþjálfun samkvæmt skólanámskrá. Nemendur skipuleggja starfsþjálfun sína í samvinnu við sviðsstjóra brautarinnar. Markmið starfsþjálfunar er að nemandi þjálfist í störfum sjúkraliða, kynnist vaktaskipulagi deilda/stofnana og fái tækifæri til að bæta við sig þekkingu í ýmsum þáttum hjúkrunar. Starfsþjálfunin skal skipulögð út frá hæfnikröfum sjúkraliðastarfsins og út frá hæfniviðmiðum sjúkraliðabrautar. Hjúkrunardeildarstjóri eða staðgengill hans ásamt sjúkraliðanema fara yfir markmiðin að hverju starfsþjálfunartímabili loknu. Eftir hvert starfsþjálfunartímabil þarf nemandi að skila til skólans mati og umsögn frá hjúkrunardeildarstjóra eða staðgengli hans um það hvort hann hafi náð markmiðum starfþjálfunar og staðist þær kröfur sem gerðar eru til nemanda í starfsþjálfun.
Reglur um námsframvindu: Nám á sjúkraliðabraut er 205 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 – 4 ár og ætli nemandi að ljúka námi á 3 árum þarf hann að ljúka 68 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33% . Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
  • forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
  • beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
  • beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
  • sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
  • miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
  • nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
  • nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
  • taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
  • vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
  • starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umbyrðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
  • vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

205  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

1 af 4
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 1 af 4

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Mikið reynir á talna- og upplýsingalæsi nemenda í fjölmörgum áföngum brautarinnar þ.á.m. lokaverkefninu. Þar eru gerðar kröfur um vinnubrögð á háskólastigi, þ.e. að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt. Nemendur fá þjálfun í að lesa, meta, túlka og kynna tölfræðilegar og myndrænar upplýsingar.
Námshæfni:
  • Á námstímanum er unnið að því að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og gera þá ábyrga í náminu. Nemendur greina styrkleika sína og veikleika og fá aðstoð við að setja sér raunhæf námsmarkmið, forgangsraða verkefnum, skipuleggja nám sitt og vinnutíma. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og nemendur þjálfast í að vinna ólík verkefni sem reyna á ýmsa hæfni. Þeir fá þjálfun í að deila þekkingu sinni með öðrum og er það gert t.d. í gegnum hópavinnu, paravinnu, kynningar á verkefnum samvinnunám og fleira. Nemendur læra að meta eigið vinnuframlag og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Með stigvaxandi kröfum í námi lærir nemandi að takast á við ný verkefni og áskoranir, yfirstíga hindranir og nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra verkefna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Í gegnum skólastarfið nýta nemendur sköpunarkraft sinn á margvíslegan hátt í lífi og starfi innan skólans og utan. Í skólanum eru settar upp leiksýningar, listsýningar, söngkeppnir og ýmsar skemmtanir sem krefjast þess að nemendur sýni frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun og nýti þekkingu sína til að skapa og búa til eitthvað nýtt og draga lærdóm af. Félagslífið skipar þar stóran sess og má helst nefna leiklist og tónlist. Í gegnum félagslífið öðlast nemendur skilning á tengslum menningar og listar við atvinnusköpun og samfélagsþróun. Í náminu vinna nemendur verkefni og skila þeim af sér með ólíku sniði t.d. sem myndbandi, vefsíðu, veggspjaldi, bæklingi, úrklippum, munnlegri kynningu, ferilmöppu eða smásögu. Þá reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og að nemendur geti miðlað þekkingu sinni og hæfni á skapandi hátt og með ólíkum leiðum.
Jafnrétti:
  • Í skólanum er í gildi jafnréttisáætlun sem segir að stuðla skuli að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Jafnframt er stefnt að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi. Lögð er áhersla á að starfið á brautinni stuðli að jöfnum rétti kynja til náms og að nemendur séu hvattir til að velja sér nám eftir áhuga. Með þessu er leitast við að gera nemendur meðvitaða um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl og að þeir geti myndað sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast jafnrétti í víðum skilningi t.d. fordómum, fjölmenningu, kynhneigð, fötlun og trúarbrögðum. Þá læra nemendur að greina áhrif ýmissa þátta á líf einstaklinga og hópa, t.d. stéttar, trúarbragða, þjóðernis, kynhneigðar, litarháttar, búsetu o.fl.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði í samfélaginu og umhverfi sínu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir, sanngjarna skiptingu auðlinda og skynsamlega nýtingu þeirra. Nemendur vinna með upplýsingar um eigin neysluvenjur og setja í samhengi við nýtingu náttúruauðlinda. Einnig taka þeir þátt í samræðum sem varða umhverfisvitund og sjálfbærni á ábyrgan og rökrænan hátt. Nemendur taka ábyrga og upplýsta afstöðu til umhverfismála og nýtingu náttúruauðlinda. Lögð er áhersla á að nemendur virði mannréttindi, skoðanir annarra og umhverfi sitt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Nemendur eru hvattir til að tjá sig á erlendum tungumálum í því tungumálanámi sem þeir leggja stund á. Nemendur fá fjölbreytta texta til að vinna með, tjá sig bæði munnlega og skriflega um innihald textanna og auka orðaforða sinn um leið. Einnig er lögð rík áhersla á samræðu og tjáningu í ræðu og riti t.d. um bókmenntir og kvikmyndir. Í tungumálanáminu er leitast við að veita nemendum innsýn í ólíka menningarheima og siði sem einkennir þau landsvæði þar sem viðkomandi mál er talað. Í mörgum öðrum greinum en tungumálum kynna nemendur sér ítarefni og nýta sér heimildir á erlendu tungumáli í tengslum við verkefnavinnu og fá þannig þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál. Skólinn leitast við að taka þátt í samskiptum við skóla og skyldar stofnanir erlendis og er lögð áhersla á að nemendur taki þátt í erlendum samstarfsverkefnum.
Heilbrigði:
  • Skólinn tekur þátt í verkefni um heilsueflandi framhaldsskóla. Lögð er áhersla á heilsusamlegan lífsstíl, næringu, hreyfingu og geðrækt. Nemendur eru ábyrgir fyrir eigin heilsu, líkamlegri og andlegri og taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis. Að loknu námi þekkja nemendur gildi reglulegrar hreyfingar og mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu. Við skólann er markvisst unnið að fræðslu sem tengist forvörnum. Markmið slíkrar fræðslu er að nemendur séu meðvitaðir um skaðsemi tóbaksnotkunar, áfengisneyslu og notkunar annarra vímuefna ásamt því að þeir taki afstöðu gegn einelti og öðru ofbeldi og hverskonar mismunun. Fjallað er um neyslu og fíkn, tengsl hugar og líkama og ýmsa félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga og hafa áhrif á heilbrigði og lífsstíl.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Með auknu símati í skólanum er lögð áhersla á vinnu nemenda þar sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Í skólastarfinu reynir á samskiptahæfni og samskipti nemenda t.d. í félagslífinu og við alls kyns verkefnavinnu. Má þar nefna kynningar nemenda á verkefnum sínum, í gegnum samræðu í para- og hópavinnu, í umræðum og með þátttöku í félagsstörfum. Nemendur fá þjálfun í að svara spurningum á málefnalegan hátt og að rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun, stíganda í námi og sérhæfingu verður orðaforði nemenda fjölbreyttari og málið blæbrigðaríkara.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með nemendaþingi þar sem nemendum er skipt í smærri hópa og þeir fá ákveðið viðfangsefni til að fjalla um, mynda sér skoðun á og skila tillögum/ábendingum um hvað vel er gert eða betur má fara. Ýmis málefni geta verið í brennidepli t.d. skólareglurnar, félagsstörfin, aðbúnaður og þjónusta. Í skólanum er kennslumat lagt fyrir nemendur en í slíku mati meta nemendur kennslu, aðstöðu og námsefni í þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Niðurstöðurnar eru notaðar til að bæta gæði kennslunnar. Að auki er lögð fyrir nemendur þjónustukönnun en þar er lagt upp með að meta ýmsa þjónustu sem skólinn veitir nemendum t.d. þjónustu bókasafns, skrifstofu, mötuneytis o.s.frv. Að auki eiga nemendur fulltrúa í skólaráði og skólanefnd, í skólanum er einnig starfrækt hagsmunaráð nemenda og nemendafélag. Nemendur vinna ýmis verkefni sem fjalla t.d. um mannréttindi, siðferðisvitund og lýðræði og eru hvattir til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum. Með virkri þátttöku í skólastarfinu, náminu og með þeim tækifærum sem nemendum bjóðast til áhrifa þjálfast þeir í því að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.