Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Sjúkraliðabraut (Staðfestingarnúmer 182) 16-182-3-8 sjúkraliði hæfniþrep 3
Lýsing: Sjúkraliðanám er 200 feininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla og starfsþjálfun getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur sem hafa lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla geta innritast á sjúkraliðabraut. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B, B+ eða A í þessum greinum í grunnskóla eða hafa lokið undirbúningsáfanga.
Skipulag: Skipulag námsins tekur mið af hæfnikröfum sjúkraliða og þeim kröfum sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið (mrn) setur um hæfniþrep áfanga og brauta. Á annarri og þriðju önn bætast við framhaldsáfangar kjarnagreina og nám í heilbrigðisgreinum sem eru nauðsynlegir undanfarar náms í sérgreinum brautar og starfsnáms. Á 4.-6. önn eykst sérhæfing námsins ennþá frekar með námi í sérgreinum brautar og starfsnámi. Skólum er frjálst að flétta saman bóknámi og vinnustaðanámi að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá. Þannig getur vinnustaðanám farið fram á stofnunum samhliða bóknámi eða sem sérstök verkleg önn á námstíma.
Námsmat Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Hver skóli setur sér reglur um námsmat og birtir í skólanámskrá.
Starfsnám: Starfsnám skiptist í vinnustaðanám og starfsþjálfun, hvort tveggja á heilbrigðisstofnun. Skólar gera samkomulag við heilbrigðisstofnanir um vinnustaðanám og starfsþjálfun með hæfniviðmið brautar að leiðarljósi. Æskilegt er að við hvern skóla sé stofnað fagráð í samvinnu við helstu samstarfsaðila skólans í sjúkraliðanámi. Tilgangur fagráðs er að vera samstarfsvettvangur skóla og heilbrigðisstofnana um vinnustaðanám. Vinnustaðanám er skipulagt sem 24 feininga nám á heilbrigðisstofnunum undir leiðsögn sjúkraliða og deildarstjóra viðkomandi deildar eða einingar. Tilgangur vinnustaðanáms er að nemendur öðlist hæfni til að takast á við margbreytilegar aðstæður á heilbrigðisstofnunum, verði færir um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Hverjum nemanda skal fylgja ferilbók þar sem gerð er grein fyrir þjálfun hans í vinnustaðanámi, verkefnum er lýst og mat lagt á hæfni og framvindu náms. Við upphaf vinnustaðanáms setur nemandi sér fagleg og persónuleg markmið sem verða leiðarljós í náminu og í samskiptum hans við skjólstæðinga, leiðbeinanda og starfsfólk. Nemandi og leiðbeinandi í vinnustaðanámi bera ábyrgð á skráningu ferilbókar sem er hluti af námsmati. Vinnustaðanám er skipulagt út frá hæfniviðmiðum brautar og skilgreindum hæfnikröfum sjúkraliðastarfsins. Stofnun sem gerir samning um vinnustaðanám nemenda skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum. Kennslustjóri/fagstjóri skipuleggur verknámsáfanga í samvinnu við verknámskennara. Umsjónarkennarar verknámsáfanga fylgja nemendum eftir og meta, í samvinnu við leiðbeinendur á heilbrigðisstofnunum, hvort þeir hafi staðist verklegan áfanga. Starfsþjálfun fer fram á heilbrigðisstofnunum og stendur yfir í sextán vikur, sem samsvarar 27 feiningum í námskrá. Að loknum fyrsta áfanga vinnustaðanáms er skólum frjálst að skipuleggja hluta af starfsþjálfun samkvæmt skólanámskrá. Markmið starfsþjálfunar er að nemandi þjálfist í störfum sjúkraliða, kynnist vaktaskipulagi deilda/stofnana og fái tækifæri til að bæta við sig þekkingu í ýmsum þáttum hjúkrunar. Við upphaf starfsþjálfunar setur nemandi sér markmið í samvinnu við deildarstjóra/yfirmann á viðkomandi deild. Starfsþjálfunin skal skipulögð út frá hæfnikröfum sjúkraliðastarfsins og út frá hæfniviðmiðum sjúkraliðabrautar. Hjúkrunardeildarstjóri eða staðgengill hans ásamt sjúkraliðanema fara yfir markmiðin að hverju starfsþjálfunartímabili loknu. Eftir hvert starfsþjálfunartímabil þarf nemandi að skila mati og umsögn frá hjúkrunardeildarstjóra eða staðgengli hans um það hvort hann hafi hafi náð markmiðum starfþjálfunar og staðist þær kröfur sem gerðar eru til nemanda í starfsþjálfun.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að hafa lokið undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein þar sem það á við. Við það er miðað að sjúkraliðanám taki að jafnaði sex annir.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
  • forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
  • beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
  • beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
  • sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
  • miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
  • nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
  • nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
  • taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
  • vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
  • starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umbyrðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
  • vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Heilbrigðisgreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Almennur kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

4 af 12
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 4 af 12

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Mikið reynir á alla þessa þætti í áföngum brautarinnar. Eitt skýrasta dæmið um það er lokaverkefni sem nemendur vinna á lokastigi námsins. Í lokaverkefni eru gerðar kröfur um fagleg vinnubrögð og að nemendur séu læsir á upplýsingar ólíkra miðla, geti nýtt sér fjölbreytta miðla í upplýsingaleit, aflað gagna, flokkað og nýtt sér á gagnrýninn hátt. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum: í hjúkrunaráföngum eru fagbækur, fagtímarit og efni á netinu hluti námsefnis og verkefna. í heilbrigðisfræði og hjúkrunaráföngum þurfa nemendur að geta lesið í texta, tölulegar og myndrænar upplýsingar í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð og stærðfræði daglegs lífs í náminu er komið inn á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar við úrvinnslu upplýsinga og áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
Námshæfni:
  • Í sjúkraliðanámi er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar með áherslu á leiðsagnarmat þar sem unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna. Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun færa nemendur ferilbók þar sem þeir m.a. ígrunda framfarir sínar í námi og starfi. Í vinnustaðanámi er áhersla lögð á að nemendur yfirfæri bóklega þekkingu með því að sýna hæfni í hjúkrunarstörfum. Sjúkraliðanámið krefst lesturs fræðitexta og skilnings á þeim. Heimanám og vinna krefst forgangsröðunar og skipulags. Nemendur þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Margir þættir í skólastarfinu flokkast sem skapandi starf. Í flestum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og þurfa nemendur að sýna hæfni í alls kyns verkefnum, kynningu á þeim og flutningi. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi greinum: í öllum hjúkrunaráföngum vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika og að hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu þeirra. Lögð er áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar og miðlunar til skjólstæðinga í siðfræði heilbrigðisstétta og samskiptaáfanga er fjallað sérstaklega um skapandi hugsun og miðlun þekkingar. Í lokaverkefni reynir verulega á hagnýtingu og samþættingu þekkingar og skapandi hugsunar nemenda og einnig á siðferðilega ábyrgð við úrvinnslu verkefna. Í áfanganum samhæfa nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í sjúkraliðanáminu
Jafnrétti:
  • Í sjúkraliðanámi er lögð áhersla á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli. Námsmat og kennsluaðferðir í áföngum er aðlagað að mismunandi leiðum nemenda til að læra og er fjölbreytt allan námstímann. Í náminu er fjallað um og skoðað hvernig aldur, búseta, kyn, heilsufar, sjúkdómar, fötlun, mismunandi menningarheimar og stétt getur endurspeglast í mismunandi áhrifum á heilsufar. Nemendur vinna m.a. verkefni um trúarbrögð og mismunandi menningarheima þar sem þeir greina hvernig mismunandi menning og trúarbrögð hafa áhrif á daglegt líf einstaklinga, heilsu þeirra og viðhorf til heilbrigðisþjónustu. Í samskiptaáfanga, siðfræði og hjúkrunaráföngum eru umræður um jafnrétti, kynjajafnrétti, jafnrétti minnihluta- og jaðarhópa með áherslu á áhrif misréttis sjúkdóma og heilsufars á einstaklinga.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í sjúkraliðanámi er lögð áhersla á sjálfbærni með því að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu. Nemendur eru hvattir til þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Áhersla er lögð á að þeir verði öðrum til fyrirmyndar í krafti þekkingar sinnar. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu. Þessum þætti er einkum fylgt eftir í stefnu sérhvers skóla. Dæmi um sjálfbærni má meðal annars finna í eftirtöldum greinum: í heilbrigðisfræði er fjallað um tengsl mengunar og sjúkdóma. Þar er fjallað um ábyrgð hvers einstaklings á mengunarvörnum í nánasta umhverfi sínu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir þurfa að gera grein fyrir mengunar- og slysavörnum í nánasta umhverfi sínu í heilbrigðisfræði er fjallað um uppgötvanir á sviði heilbrigðismála sem draga má lærdóm af. Nemendur læra að marga sigra í heilbrigismálum er hægt að rekja til þrautseigju einstakra manna og að lítið atvik eða hugmynd hafi orðið kveikjan að miklum framförum í bóklegum og verklegum hjúkrunaráföngum sýna nemendur ábyrgð í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta og umhyggju í vellíðan og bata skjólstæðinga í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Auk þess læra nemendur að umgangast hættuleg efni og lyf ásamt förgun úrgangs á umhverfisvænan og öruggan hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Dönskunám grundvallast á því að auka tal, les- og hlustunarskilning nemenda og að þeir öðlist færni í að tjá sig í einföldum samtölum á dönsku. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í danska menningu. Í enskunámi eru nemendur þjálfaðir í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræðu og riti. Í öllum enskuáföngum er leitast við að gera nemendur meðvitaða um menningu og siði sem einkenna landsvæði, þar sem tungumálið er talað. Í lokaverkefni þurfa nemendur að afla sér heimilda á erlendu tungumáli, nýta sér þær og fá þannig nokkra þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál.
Heilbrigði:
  • Í sjúkraliðanámi eru fagleg umhyggja og heilsueflandi samskipti meginþráður í öllum heilbrigðis-og hjúkrunaráföngum. Í heilbrigðisfræði er fjallað um heilbrigðan lífsstíl, heilsueflingu, forvarnir og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir halda heilsufarsdagbók í ákveðinn tíma, greina lífsmynstur sitt með tilliti til hreyfingar, næringar, svefns og tómstunda og koma með tillögur að breytingum. Í hjúkrunaráföngum er fjallað um heilbrigði og vellíðan skjólstæðinga, tengsl siðareglna við starf sjúkraliða og fagleg samskipti við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Nemendur vinna m.a. samskiptaverkefni þar sem þeir eiga að greina heilsueflandi og fagleg samskipti. Auk þess vinna þeir verkefni þar sem þeir eiga að greina ólíkar þarfir skjólstæðinga út frá gefnum dæmum. Í hjúkrunaráföngum er fjallað um umhverfi heilbrigðisstofnanna, sjálfsumönnun og getu einstaklingsins til þess að ná og viðhalda heilbrigði eftir bráð og langvinn veikindi. Nemendur læra að hjúkra einstaklingum í veikindum og hvetja þá markvisst til sjálfbjargar. Í öldrunarhjúkrun er áhersla á heilbrigði og virkni aldraðra í nútímasamfélagi. Nemendur vinna m.a. verkefni þar sem þeir kanna með viðtölum og vettvangsferðum hvernig öldruðum tekst að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Í samfélagshjúkrun verða nemendur meðvitaðir um gildi heilbrigðis og þroskaferil fjölskyldunnar með sérstaka áherslu á geðrækt. Í áfanganum vinna nemendur verkefni þar sem þeir gera grein fyrir heilbrigði fjölskyldunnar, greina vandamál í fjölskyldum og leggja fram áætlun um úrræði. Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun þjálfast nemendur í samskiptum og faglegum vinnubrögðum á heilbrigðisstofnunum með heilbrigði að leiðarljósi. Nemendur öðlast skilning og færni í að efla bæði eigið heilbrigði og annarra.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í náminu er áhersla á vinnu nemenda þar sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Í hvers kyns verkefnavinnu reynir á tjáningu í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi. Dæmi um hagnýtingu þessara atriða má m.a. sjá í eftirfarandi kjarnagreinum: í íslenskuáföngum þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Íslenskunám felur það í sér að nemendur þurfa að tjá sig í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari. Í öllum áföngum þurfa nemendur að flytja mál sitt og er það þjálfað markvisst í tjáningu. í vinnustaðanámi og starfsþjálfun þurfa nemendur að tjá sig munnlega og skriflega til að koma upplýsingum um skjólstæðinga á framfæri. Í samskiptum við sjúklinga og samstarfsfólk þurfa nemendur að geta tjáð sig á skýran og markvissan hátt. í hjúkrunaráföngum, samskiptum og siðfræði eru umræðuverkefni notuð þar sem nemendur taka þátt í samræðum og þurfa að nýta sér rökfærslur í siðfræði er megináhersla á rökstuðning í ræðu og riti, skýran málflutning og samræður. Náminu lýkur með lokaverkefni þar sem reynir á tjáningu, framsetningu og rökstuðning á íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið s.s. með kennslukönnunum þar sem nemendur láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skóla. Nemendur geta valið sér viðfangsefni í verkefnavinnu í hjúkrunaráföngum sérstaklega þegar kemur að vali á lokaverkefni. Í siðfræði og samskiptaáfanga er lögð áhersla á mismunandi skoðanir fólks og reynt að finna hvaða lífsgildi liggja að baki afstöðu fólks til álitamála, sérstaklega þeirra er lúta að heilsu, heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Nemendur taka þátt í umræðum og læra að beita rökum í álitamálum. Nemendur vinna lokaverkefni þar sem þeir eiga að taka rökstudda afstöðu til þess viðfangsefnis sem þeir velja að fjalla um. Nemendur þjálfast í að taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt í vinnustaða- og starfsnámi á heilbrigðisstofnunum. Í hjúkrunaráföngum, vinnustaðanámi og starfsþjálfun reynir mikið á samvinnu, umhyggju og nánd. Nemendur læra að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum, taka tillit til samnemenda, samstarfsfólks og skjólstæðinga og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun sýna nemendur eigin störfum og annarra virðingu og sinna þeim af trúmennsku og heiðarleika. Áhersla er lögð á að nemendur virði þagnaskyldu við skjólstæðinga.