akademískur orðaforði, fjölbreyttir textar, fyrsti áfangi í ensku.
Samþykkt af skóla
2
5
Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á fræðilega texta. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér akademískan orðaforða, tjá hugsun sína skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Lesnar eru bókmenntir úr hinum enskumælandi menningarheimi.
Enska úr grunnskóla.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
akademískum orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
grunnþáttum í ritgerðasmíð, þ.e. ritun efnisgreina sem grunneiningar ritgerða þar sem áhersla er lögð á mótun rökstuddra skoðana
helstu hugtökum í umræðu um bókmenntir
því menningarumhverfi sem textar eru sprottnir úr
mismunandi málsniðum í ensku
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með orðabækur og þær upplýsingar sem þar er að finna
lesa fjölbreytta texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
geta hlustað á og skilið almennt talað mál
tjá sig munnlega og skriflega án teljanlegra málhnökra
skrifa vel uppbyggðar efnisgreinar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa smásögur og skáldsögur og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða
lesa texta fræðilegs eðlis og miðla efni þeirra með viðeigandi orðaforða munnlega og skriflega
hlusta á og miðla efni með viðeigandi orðaforða
skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni og létta fræðilega texta
taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
skrifa formlegan texta og beita viðeigandi rithefðum