Aðalnámskrá leikskóla

Aðalnámskrá leikskóla lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um öll börn, kennara og stjórnendur leikskóla og annað starfsfólk, fræðsluyfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi og rekstraraðila. Hún er jafnframt viðmið fyrir mat á skólum og skólastarfi, leiðarljós fyrir þá sem fást við námsgagnagerð og kennaramenntun, grundvöllur skólanámskrárgerðar og innra mats skóla og stefnumörkunar sveitarfélaga.

Aðalnámskrá veitir einnig foreldrum upplýsingar svo að þeir geti fylgst með starfsháttum skólans, árangri skólastarfs og velferð og líðan nemenda.