Grunnskólar

Ný aðalnámskrá grunnskóla skipar lögbundnum námsgreinum á námssvið sem hér segir: Erlend tungumál, list- og verkgreinar, náttúrugreinar, skólaíþróttir, samfélagsgreinar og upplýsinga- og tæknimennt. Auk þess eru sérstakar ráðstöfunarstundir skóla í 1.−7. bekk og val nemenda í 8.−10. bekk. Kynnt er ný viðmiðunarstundaskrá sem veitir skólum meiri sveigjanleika í skipulagi skólastarfs. Ein helsta breytingin er að val nemenda á unglingastigi verður í 8.-10. bekk verður allt að fimmtungur námstímans.

Í grunnskóla skal leggja mat á hæfni nemenda innan hvers námssviðs og á það við jafnt í bóklegu námi, verknámi og listnámi. Í aðalnámskránni er kynntur nýr matskvarði með fjórum flokkum, A−D. Matskvarðinn er tvískiptur, annars vegar kvarði fyrir mat á hæfni á hverju námssviði og hins vegar mat á lykilhæfni við lok grunnskóla. Viðmið í námsmati innan hvers námssviðs eða hverrar námsgreinar verða skilgreind nánar í námsgreinahlutanum. Matskvarðann ber að nota við brautskráningu nemenda úr grunnskóla. Einnig má nota hann við lok 4. og 7. bekkjar og almennt í námsmati grunnskóla. Kvarðann má laga að skólanámskrá hvers skóla og aðstæðum hverju sinni.