Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1338376683

    Enska 5
    ENSK3EE05
    68
    enska
    bókmenntir, fjölmiðlatextar.
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur öðlast aukna þekkingu á krefjandi bókmenntaverkum og leikni í að vinna með þau. Einnig er unnið með fjölmiðlatexta um ýmis álitamál sem eru ofarlega á baugi. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að þjálfa framsögn, samræður, samvinnu, hlustun, gagnrýna hugsun, lesskilning, ritfærni og jafningjamat.
    ENSK3DD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bakgrunni þeirra verka sem unnið er með og tengslum þeirra við tíðaranda þess tíma sem þau eru skrifuð á
    • orðaforða tengdum þeim textum og verkum sem lesin eru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka afstöðu til hugmynda og rökstyðja mál sitt
    • setja mál sitt fram skilmerkilega í ræðu og riti
    • vinna sjálfstæða kynningu á efni að eigin vali
    • fága vinnubrögð við ritgerðasmíð sem kennd hafa verið í undanfarandi áföngum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera greinarmun á formlegri og óformlegri málnotkun í ræðu og riti
    • skipuleggja verkefni, afla gagna og fara með heimildir
    • miðla efni í ræðu og/eða riti
    • lesa krefjandi texta, bæði bókmenntalegs og almenns eðlis
    • nýta og beita nýjum orðaforða
    • meðtaka bókmenntaverk og njóta þeirra
    Verkefni, smápróf, ritun, munnleg færni og ástundun.