Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1338378191

    Annars stigs jöfnur, föll og talningafræði.
    STÆR2BQ05
    80
    stærðfræði
    Algebra, brot, fleygbogar og lograr
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þáttun, annars stigs jöfnur, lograjöfnur, fleygbogar og föll, talningafræði
    Nemandi skal hafa staðist áfangann STÆR2AA05 eða samsvarandi hægferðar eða hraðferðar áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þáttun og liðun algebrustæða.
    • Reikningi með algebrubrot.
    • Veldareglum og sambandi milli velda og róta.
    • Annars stigs jöfnum, rótarjöfnum og vísisjöfnum
    • Ójöfnum af fyrsta og öðru stigi
    • Lograreikningi
    • Margliðum.
    • Talnarunum, sér í lagi kvótarunum og mismunarunum
    • Fallhugtakinu, skilgreiningarmengi og myndmengi.
    • Vísisföllum.
    • Grafi annars stigs margliðu
    • Margföldunarreglunni, umröðunum, samantektum og Pascalþríhyrningnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita táknmáli s.s. reglum um stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og geti túlkað það sem felst í táknmáli á mæltu máli.
    • Frumþátta
    • Vinna með algebrubrot
    • Nota veldareglur
    • Leysa jöfnur s.s.: annars stigs jöfnur, ójöfnur, vísisjöfnur og rótarjöfnur.
    • Vinna með talnarunur, sér í lagi kvótarunur og mismunarunur
    • Kanna fleygboga
    • Túlka myndrænt jöfnur og ójöfnur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja lausnir sínar skipulega fram og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu og máli.
    • greina og hagnýta stærðfræðiupplýsingar
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
    • átta sig á því hverskonar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna; spyrja slíkra spurninga og gera sér grein fyrir niðurstöðum.
    • átta sig á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum til lausnar á verkefnum.
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna sem tengjast daglegu lífi.
    • klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    • skilja röksemdir, þar með taldar sannanir í námsefni og beita einföldum röksemdafærslum.
    Námsmat byggir á frammistöðu á lokaprófi og vinnu yfir önnina. Vinna yfir önnina samanstendur af verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.