Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1338816893

    Enska 4
    ENSK3DD05
    67
    enska
    bókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áhersla er á að auka enn akademískan og formlegan orðaforða í ensku til að undirbúa nemendur fyrir nám á háskólastigi og fjölbreytt störf. Nákvæmur lestur greina um ýmis málefni og hlustun á fyrirlestra og kynningar stuðla að því að nemendur geti tjáð sig af öryggi í ræðu og riti. Sem fyrr er unnið ítarlega með bókmenntaverk.
    ENSK3CCO5 eða ENSK3CH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • enn víðtækari orðaforða sem stuðlar að betri skilningi á lesefni á háskólastigi
    • gagnrýnni bókmenntalegri umfjöllun
    • því menningarumhverfi sem textar eru sprottnir úr
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta, horfa á og vinna með fjölbreyttar kynningar á ensku
    • tala um viðfangsefni áfangans með orðaforða við hæfi
    • lesa bókmenntatexta sem og krefjandi, fjölbreytta styttri texta
    • skrifa formlegar ritgerðir með nýjum orðaforða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja ensku við allar aðstæður
    • beita ýmsu málsniði lipurlega bæði í töluðu og rituðu máli
    • nýta nýjan orðaforða
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • lesa á gagnrýninn hátt, mynda sér eigin skoðanir og tjá þær
    Verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.