Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1347705795

    Stjarneðlisfræði
    EÐLI2BS05
    28
    eðlisfræði
    stjarneðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er kynning á klassískri stjörnufræði og stjarneðlisfræði. Stjörnuhimininn er skoðaður og hvaða stjörnur og stjörnumerki þar má finna. Hreyfingar stjörnuhimins ins og ástæður hennar eru einnig ræddar. Fjallað er stuttlega um sólkerfið og myndun þess. Sólin og helstu eiginleikar hennar eru skoðaðir og í framhaldi af því er fjallað um fjarlægar stjörnur, hvernig þær eru flokkaðar og hvernig þær þróast. Í lokin er farið yfir stærstu kerfi stjarna og stutt kynning á viðfangsefnum heimsfræðinnar.
    EÐLI2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu markmiðum sem notuð eru í klassískri stjörnufræði og stjarneðlisfræði.
    • hreyfingu himinhvelfingarinnar og hreyfingum sólar, tungls og reikistjarnanna.
    • hvernig lögmál eðlisfræðinnar eru notuð til að skilja orkuútgeislun sólar, þróun sólar og myndun sólkerfa.
    • hvernig heimsmynd okkar er byggð upp, hvernig stjörnur eru flokkaðar og hvernig unnt er að ákvarða fjarlægðir til þeirra.
    • vetrarbrautum, einkennum, flokkun og hreyfingum þeirra.
    • helstu hugtökum og kenningum í heimsfræði og hugmyndum um hvernig alheimurinn hefur þróast.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stjörnukort og forrit til að skoða stjörnuhimininn.
    • nota jöfnur og lögmál úr eðlisfræði og stjörnufræði til að leysa ýmis verkefni.
    • setja viðfangsefni áfangans skýrt fram í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum áföngum við lausn verkefna.
    • skoða stjörnuhimininn á markvissan hátt.
    • bæta þekkingu sína og skilning á alheiminum á eigin spýtur.
    • meta hvort umræða um umhverfi okkar og alheiminn er byggð á vísindalegri þekkingu.
    • öðlast betri skilning á því umhverfi og þeim alheimi sem við búum í.
    Námsmat byggir á áfangaprófum, tímaverkefnum og heimaverkefnum.