Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1347876647

    Valáfangi í rúmfræði.
    STÆR2BR05
    81
    stærðfræði
    klassísk rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Evklíðsk rúmfræði í sléttu
    Nemandi skal hafa lokið STÆR2AA05 eða sambærilegum áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Frumhugtökunum punktur, lína og slétta.
    • Frumsendum rúmfræðinnar og þar á meðal 5. frumsendunni.
    • Uppbyggingu evklíðskrar rúmfræði út frá frumhugtökum og frumsendum.
    • Samsniði og samsniðareglum fyrir þríhyrninga.
    • Punktalegi svo sem sjónarhornsboga.
    • Teikningum með sirkli og reglustiku.
    • Hornum við hringi.
    • Speglun, hliðrun og snúningi.
    • Rimareglu, einslögun, flatarmáli.
    • Rétthyrnda þríhyrningnum og eiginleikum hans.
    • Beinum og óbeinum sönnunum í rúmfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita reglum um stærðfræðilega framsetningu viðkomandi námsefnis og geti túlkað það sem felst í táknmáli á mæltu máli
    • Sanna reglur í rúmfræði s.s. reglunni um hornasummu þríhyrnings og reglunum um að allir þríhyrningar hafi umhring og innhring.
    • Sanna ýmsar reglur um horn við hringi.
    • Sanna reglurnar um einslæg horn og samsíða línur.
    • Sanna ýmsar reglur um þríhyrninga og ferhyrninga.
    • Teikna með hringfara, gráðuboga og reglustiku s.s. helminga horn, reisa og fella lóðlínu, teikna miðþveril striks.
    • Finna miðju innhrings og umhrings þríhyrnings.
    • Skipta striki í jafna hluta og skipta striki í ákveðnum hlutföllum.
    • Teikna flatarmyndir úr gefnum stærðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skrá lausnir sínar skipulega og útskýra hugmyndir og teikningar sínar í skýran hátt.
    • Geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði á þrepinu.
    • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau.
    • Átta sig á því hverskonar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, spyrja slíkra spurninga og geta gera sér grein fyrir hver hugsanleg niðurstaða geti orðið.
    • Átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna.
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og innsæi við lausn verkefna og þrauta
    • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    • Skilja röksemdir, þar með taldar sannanir í námsefni og beita einföldum röksemdafærslum.
    Námsmat byggir á frammistöðu á lokaprófi og vinnu yfir önnina. Vinna yfir önnina samanstendur af verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.