Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1347712192

    Efnafræði 3 - þriðji áfangi í grunnnámi almennrar efnafræði
    EFNA3CA05
    19
    efnafræði
    almenn efnafræði, áframhald
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Helstu viðfangsefni áfangans eru: Jafnvægi og jafnvægisfastar. Sölt í vatnslausnum. Sýrur, basar og sýrustig. Stillingar á efnajöfnum með oxunartölum. Rafefnafræði.
    EFNA2AA05 og EFNA2BB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Jafnvægi efnahvarfa.
    • Uppsetningu á jafnvægisfasta.
    • Hliðrun á jafnvægi skv. lögmáli le Chateliers.
    • Sýrum, bösum og sýrustigi.
    • bufferlausnum (dúalausnum).
    • oxunartölum.
    • hálfhvörfum, spennuröð og rafhlöðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita efnajöfnum og jafnvægislíkingu til að fá tölulegar niðurstöður um efnajafnvægi.
    • reikna sýru- og basastig lausna.
    • stilla efnajöfnur með hjálp oxunartalna.
    • reikna spennu rafhlöðu.
    • beita spennuröð málma.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta beitt þeim í umræðum og skriflegum verkefnum.
    • nota táknmál og fagorð í lífvísindum á réttan hátt og setja útreikninga og lausnir sínar fram á skýran og skipulagðan hátt.
    • framkvæma tilraunir á sjálfstæðan hátt.
    • nota upplýsingartækni eins og tölvutengdan mælibúnað, gagnabanka og töfluforrit til að framkvæma og vinna úr tilraunum.
    • túlka mælingar og athuganir og setja fram lokaniðurstöður á sjálfstæðan hátt.
    • skrifa skýrslur á sjálfstæðan hátt og eftir alþjóðlegum reglum fagsins.
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf.
    • takast á við háskólanám í efnafræði og öðrum raungreinum.
    Námsmat byggir á: Verkefnum og tilraunum á önn. Áfanga lýkur með lokaprófi.