Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1347712416

    Lífefnafræði
    EFNA3DL05
    21
    efnafræði
    framhald í lífrænni efnafræði og lífefnafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Á meðal viðfangsefna áfangans eru uppbygging og hlutverk helstu flokka lífefna, sykrur, lípíð, prótín og kjarnsýrur. Ítarlega er fjallað um ensímvirkni. Nemendur læra enn fremur um helstu sundrunarferlin sem losa orku til starfsemi frumunnar svo og nýmyndun sykra. Einnig eru nemendur þjálfaðir í lestri fræðigreina, sjálfstæðri framkvæmd stærri tilrauna, úrvinnslu og framsetningu niðurstaðna í skýrslum eða ritgerðum eftir alþjóðlegum stöðlum greinarinnar. Í lok áfangans kynnast nemendur notkun alþjóðlegra gagnabanka og tölvuforrita á sviði sameindalíffræði.
    EFNA3CA05 eða EFNA3CL05. Ef EFNA3CL05 er ólokið þarf að taka hann samhliða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum vatns sem undirstaða efnahvarfa í lífverum.
    • rúmísómerum lífefna
    • flokkun, uppbyggingu, eiginleikum, efnahvörfum og hlutverki sykra.
    • hringmyndun sykra og anómerískum kolefnisatómum.
    • flokkun, uppbyggingu og hlutverki lípíða.
    • flokkun og eiginleikum fitusýranna og áhrifum þeirra á líkamann.
    • uppbyggingu amínósýra og prótína.
    • uppbyggingu og virkni ensíma, hvarfgangi ensímhvataðra hvarfa, Michaelis-Menten og Lineweaver-Burk línuritum.
    • áhrifaþáttum á ensímvirkni og ensímstjórnun.
    • sundrunarferlum sykra.
    • orkulosun og nýtni sundrunarferlanna.
    • grunnatriðum ljóstillífunar.
    • uppbyggingu kjarnsýranna.
    • efnaskipti DNA og RNA
    • uppbyggingu fræðigreina.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ósamhverf kolefnisatóm og finna rúmísómerur lífefna.
    • greina og flokka einsykrur.
    • umskrifa Fischer- í Haworth-varpanir einsykra og öfugt.
    • útskýra tengslin á milli uppbyggingar sykra og hlutverk þeirra í lífverum.
    • spá fyrir um eiginleika fituefna út frá byggingu.
    • spá fyrir um flutning efna í gegnum frumuhimnur út frá byggingu himnunnar og eiginleikum efna.
    • nota tölvuforrit til að skoða þrívíddarbyggingu prótína.
    • lesa upplýsingar um byggingarstig prótína úr tölvugerðum þrívíddarmyndum.
    • búa til og lesa lykilstærðir varðandi ensímvirkni og –stjórnun úr Michaels-Menten og Lineweaver-Burk línuritum.
    • spá fyrir um virkni ensíma við breytingar á pH gildi, hitastigi og mólstyrk ensíma og hvarfefna.
    • útskýra lykilskrefin í niðurbrotsferlum sykra með hliðsjón af hvarfgangi og orkulosun.
    • nota basapörunarreglur og erfðalykilinn til að skrifa mótsvarandi DNA röð, RNA röð og amínósýruröð.
    • nota gagnabanka til að finna prótín- og DNA-röð og afla upplýsinga um tiltekin gen og prótín.
    • nota tölvuforrit til að bera saman mismunandi DNA- og prótínraðir sem og spá fyrir um eiginleika, uppbyggingu, staðsetningu og virkni prótína.
    • finna upplýsingar í fræðigreinum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta beitt þeim í umræðum og skriflegum verkefnum.
    • nota táknmál og fagorð í lífvísindum á réttan hátt og setja útreikninga og lausnir sínar fram á skýran og skipulagðan hátt.
    • lesa, skilja og meta fræðigreinar í líf- og heilbrigðisvísindum.
    • nota samskipta- og upplýsingartækni til að afla upplýsinga um tiltekin lífefni og nota þessar upplýsingar til að setja fram hugsanlegar rannsóknarspurningar og verkefni.
    • framkvæma tilraunir á sjálfstæðan hátt.
    • nota upplýsingartækni eins og tölvutengdan mælibúnað, gagnabanka og töfluforrit til að framkvæma og vinna úr tilraunum.
    • skrifa skýrslur á sjálfstæðan hátt og eftir alþjóðlegum reglum fagsins.
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf.
    • takast á við háskólanámi í efnafræði og líf- og heilbrigðisvísindum.
    Námsmat byggir á: Verkefnum, tilraunaskýrslum og hlutaprófum á önn.