Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1347712477

  Framhaldsáfangi ólífrænni efnafræði
  EFNA3DA05
  20
  efnafræði
  framhald, ólífræn efnafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn er framhaldsáfangi í ólífrænni efnafræði þar sem fjallað er m.a. um: Lotubundna eiginleika frumefna og áhrif þeirra á eðli og eiginleika efnanna. Efnisfræði nokkurra algengustu og mikilvægustu frumefnanna. Óreiðu og fríorku og tengsl þessara þátta við jafnvægi , jafnvægisfasta og staðalspennu oxunar og afoxunarhvarfa. Kristalbyggingu fastra efna, einingarsellur og tengsl við eðlismassa. Fjölvirk efnajafnvægi. Málmkomplexa, tengla, tengitölur og þrívíddarlögun. Nafnakerfi komplexa, eðli þeirra og notagildi. Lögð er áhersla á úrlausnir yfirgripsmikilla verkefna og dæma þar sem undirstöðuþættir náms úr fyrri áföngum tengjast. Mikið er lagt upp úr samvinnu og sjálfsbjörg nemenda við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu viðamikilla tilrauna, þar sem krafist er sjálfstæðis, skipulagningar og frumkvæðis í allri vinnu.
  Undanfari er EFNA3CA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Lotubundnum eiginleikum frumefna svo sem jónunarorku, rafeindafíkn, sýru- basaeiginleikum og oxunar-afoxunarhæfni og hvernig má lesa í þessa eiginleika út frá stöðu frumefna í lotukerfi.
  • Framleiðslu, eiginleikum og notagildi nokkurra algengustu og mikilvægustu frumefnanna.
  • Eiginleikum hálfmálma, byggingu hálfleiðara og notagildi þeirra.
  • Algengustu gerðum einingarsella í kristöllum fastra efna.
  • Tengslum fríorku, óreiðu, íspennu og jafnvægisfasta oxunar/afoxunarhvarfa- Nernst jafna.
  • Gerð málmkomplexa; miðjónum, tenglum og helstu tengitölum. Nafnakerfi komplexa og þrívíddarlögun.
  • Helstu eiginleikum komplexa og dæmum um notagildi þeirra.
  • Reglum um öryggiskröfur og meðhöndlun efna og áhalda í tilraunastofu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Leysa allflókin og samþætt verkefni og dæmi þar sem bæði reynir á undirstöðukunnáttu úr fyrri áföngum og nýtt efni.
  • Útbúa lausnir, hanna eða breyta verklýsingum, framkvæma og vinna úr nokkuð viðamiklum tilraunum og skrifa ítarlegar skýrslur.
  • Nota töflureikni við úrvinnslu gagna, töflur og línurit.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta beitt þeim í umræðum og skriflegum verkefnum.
  • Setja úrlausnir sínar skýrt og skipulega fram og beita táknmáli efnafræðinnar rétt.
  • Sækja sér gagnlegar upplýsingar og ítarefni af netinu eða í aðrar uppsprettur.
  • Tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf eftir því sem við á.
  • Sýna frumkvæði , sjálfstæði og sjálfsbjörg við undirbúning og framkvæmd tilrauna.
  • Umgangast efni og áhöld með virðingu og af ábyrgð með hliðsjón af eigin öryggi og annarra.
  • Takast á við háskólanám í greininni.
  Námsmat byggir á verkefnum og tilraunum á önn annarsvegar og hlutaprófum úr námsefninu hinsvegar.