Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1347877346

    Stærðfræði 3 - Vigrar og hornaföll.
    STÆR3CC05
    60
    stærðfræði
    Vigrar og hornaföll
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Vigrar, hornafræði og keilusnið
    Nemandi skal hafa lokið STÆR2BB05 eða samsvarandi áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Vigrareikningur í tvívídd. Lengd og hallatala vigurs. Liðun vigra. Innfeldi vigra
    • Hornafræðiformúlur og hornafallajöfnur
    • Sínusreglan, kósínusreglan og flatarmál þríhyrnings.
    • Radíanar og gröf hornafalla
    • Jafna hrings, sporbaugs og breiðboga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita táknmáli í vigrareikningi og hornafræði.
    • Beita vigrareikningi, þríhyrningareglum, keilusniðajöfnum og hornafallareglum við lausn fræðilegra og hagnýtra viðfangsefna.
    • Leysa sérhæfðar jöfnur svo sem annars stigs hornafallajöfnur.
    • Finna skurðpunkta hrings og línu eða skurðpunkta tveggja hringa.
    • Nota grafíska vasareikna til lausnar verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja lausnir sínar skipulega fram og nota stærðfræðilegt táknmál rétt.
    • Skilja merkingu og tengsl hugataka í námsefninu og vinna með þau.
    • Nýta sér þá þekkingu og leikni sem hann öðlast í áfanganum í stærðfræðilegum sönnunum svo sem til að sanna rúmfræðireglur með notkun vigra.
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsum og innsæi við lausn verkefna og þrauta
    • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
    Námsmat byggir á frammistöðu á lokaprófi og vinnu yfir önnina. Vinna yfir önnina samanstendur af verkefnavinnu, tímaæfingum og heimaverkefnum.