Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1348235846

    Enska 3
    ENSK3CC05
    65
    enska
    bókmenntir, krefjandi orðaforði, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áhersla er áfram lögð á að efla nákvæman skilning. Nemendur vinna með og þjálfa krefjandi orðaforða sem hjálpar þeim að skilja flókna og fjölbreytta texta. Nemendur vinna einnig með bókmenntaverk sem dýpka enn skilning þeirra á orðgnótt enskrar tungu og menningu enskumælandi þjóða. Ritun nemenda endurspeglar þessar áherslur og sýnir að þeir hafa náð valdi á grunnfærniþáttum tungumálsins.
    ENSK2BB05/ENSK2BH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • víðtækum nýjum orðaforða
    • bókmenntalegri umfjöllun
    • því menningarumhverfi sem textar eru sprottnir úr
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á enska tungu í öllu samhengi
    • tala um viðfangsefni áfangans með orðaforða við hæfi
    • lesa bókmenntatexta sem og krefjandi, fjölbreytta styttri texta
    • skrifa enn formlegri og fjölbreyttari ensku en áður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, fréttaflutning, fyrirlestra, bókmenntaverk og annað krefjandi efni
    • beita ýmsu málsniði lipurlega bæði í töluðu og rituðu máli
    • nýta nýjan orðaforða
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • lesa á gagnrýninn hátt, mynda sér eigin skoðanir og tjá þær
    Verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.