Um afreksíþróttaáfanga er að ræða, þar sem nemandinn æfir sína íþrótt 6 – 8x í viku með fullu skólanámi. Nemendur geta tekið hann sem stigvaxandi afreksþjálfun í alls 8 skólaannir jafnhliða æfingum með sínu félagsliði, eða sem einstakan áfanga inn í óbundið val.
Lögð er áhersla á að vinna með einstaklinginn með það markmið að efla tæknilega getu hans í fimleikum. Sett eru skýr einstaklingsmarkmið í upphafi áfangans, byggð á mælingum og mati kennara. Að þeim er síðan unnið með skipulegum hætti út önnina. Árangur nemandans er síðan metinn á grundvelli þeirra mælitækja sem notuð eru.
Nemendur áfangans gangast undir mikið æfingaálag. Strangar mætinga og agareglur gilda jafnframt í áfanganum, með það að markmiði að nemandinn finni það skýrt hvað þurfi til þess að verða afreksíþróttamaður í fremstu röð.
Nemendur skrifa undir samning um bann á notkun hvers kyns vímuefna. Brot á þeim samningi veldur brottvísun úr áfanganum, að undangenginni aðvörun og tilraunum til úrbóta.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim aga sem til þarf til að ná árangri í afreksíþróttum
lífsstíl í samræmi við kröfur afreksíþrótta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
auka tæknilega færni sína í fimleikum
bæta andlegt og líkamlegt ástand sitt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tileinka sér heilbrigt líferni og átta sig á hversu miklu það skiptir fyrir afreksíþróttafólk
setja sér raunhæf markmið og gera sitt besta til að ná þeim, gegnum markvissa ástundun
iðka fimleika á háu getustigi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.