Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1360064484

    Stjórnun
    STÓJ1SS05
    1
    stjórnun
    skipulagsheildir, stjórnun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Fjallað er um sögu og þróun stjórnunar og skipulagsfræða, helstu stjórntæki og markmiðasetningar stjórnenda, s.s. tímamælingar, áætlanagerð, ákvarðanatöku, stefnumótun og eftirlit. Starfsmannahald, árangursmat, þjálfun. Skipurit fyrirtækja eru skoðuð og gluggað í fyrirtækjamenningu. Kynnt er mismunandi nálgun ólíkra menningarheima í stórnun fyrirtækja.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Sögu helstu stjórnunarkenninga.
    • Helstu stjórnunarkenningum og mismunandi stjórnunarstíl.
    • Helstu hlutverk stjórnanda og helstu hvatakenningar.
    • Helstu grunnatriða mannauðsstjórnuna.
    • Þekki ráðningarferil.
    • Mismunandi nálgun ólíkra menningarheima í stórnun fyrirtækja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota algeng hugtök stjórnunarfræða.
    • Greina mismunadi stjórnunarstíla.
    • Skipuleggja og setja fram texta sem tekur til skilgreindra málefna innan stjórnunar og flytja hann.
    • Greina áhrifaþætti innan stjórnunar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta beitt aðferðum stjórnunarfræða í daglegu lífi.
    • Lagt mat á og túlkað mismunandi stjórnunarstíla úti í samfélaginu
    • Rökstutt mismunandi aðferðir við stjórnun ólíkra skipulagseininga.
    Verkefni, áfangapróf, ritlingur og lokaritgerð.