Efni áfangans er um helstu gerðir falla og afleiður þeirra. Fjallað er um deildun og markgildi í sögulegu samhengi og lögð fyrir verkefni sem leysa má með deildareikningi. Áhersla er lögð á að nemendur fái góða innsýn í deildareikning og geti rökstutt og sýnt fram á helstu reglur þar að lútandi.
STÆR2HV05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
meðhöndlun algengustu falla, svo sem margliðu-, veldis- og rótarfalla
lausnum jafna sérhæfðra falla, svo sem á hornafalla- og lograjöfnum
deildun falla, svo sem vísis- og lografalla og samsettra falla
samfelldni og deildanleika
hefðbundinni framsetningu stærðfræðilausna
gunnatriðum LaTeX
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skeyta saman einföldum föllum og reikna út andhverfur falla
meðhöndla föll sem lýsa vísisvexti og nota logra til að leysa jöfnur og önnur viðfangsefni
reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt eða deildanlegt
leysa há- og lággildisverkefni og önnur klassísk verkefni sem krefjast notkunar afleiðu
nota skilgreiningu afleiðu til að leiða út formúlur fyrir afleiður falla
skrifa stærðfræðilausnir í LaTeX
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Virkni er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Í áfanganum er lokapróf.