Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1360945238

    Kyn og kyngervi
    KYNJ2KK05_1
    None
    kynjafræði
    kyn, kyngervi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er viðfangsefnið kynjafræði sem er þverfagleg fræðigrein sem á rætur sínar í félagsfræði og stjórnmálafræði. Kynjafræðin verður kynnt sem fræðileg og hagnýt umræða um mannlegan veruleika út frá grundvallarbreytunni; kyn. Farið verður í sögu jafnréttisbaráttu kvenna, rauðsokkur, femínisma, getnaðarvarnir, fóstureyðingar, kynlíf og mótun kynverundar. Auk þess verður fjallað um móðurhlutverkið, föðurhlutverkið, klámvæðingu, og birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum, stjórnkerfi og hversdagslífi. Megináhersla verður á að tengja kynjafræðina á hagnýtan hátt við aðrar greinar og daglegt líf nemenda og hjálpa þeim að nota ‚kynjagleraugun‘ (sjónarhorn kynjafræðinnar) á fjölmiðla, heilbrigðiskerfi, skólagöngu, vinnumarkað og frávikshegðun s.s. vændi, ofbeldi og afbrot.
    LÍFS1BE05, LÍFS1BS05 og annað hvort FÉLV1ÞF05 eða HEIM2SI05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og kenningum kynjafræðinnar; s.s. líffræðilegri nauðhyggju, mótunarhyggju, kyngerfi, staðalmyndum, klámvæðingu, jafnrétti, mismunun, femínisma, karl og kvenrembu, feðraveldi og kynhlutverkum
    • helstu fræðimönnum í sögu jafnréttis- og kynjafræði, erlendum og innlendum
    • sögu jafnréttisbaráttunnar; þrjár bylgjur og áfangar
    • stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni og geti mótað sér afstöðu og gert grein fyrir henni með tilliti til kenninga kynjafræðinnar og hugtaka
    • beita femínísku viðhorfi (kynjagleraugum) ; t.d. greina staðalmyndir, nauðhyggju og rökskekkjur í fréttaflutningi og annarri orðræðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • líta á samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum og geti tengt hugmyndir kynjafræðinnar við eigin veruleika
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.