Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1361269487

    Tómstundafræði
    UPPE2TÓ05_1
    None
    uppeldisfræði
    tómstunda- og félagsmálafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Tómstunda- og félagsmálafræði er ung fræðigrein og felur meðal annars í sér að tileinka sér þekkingu á gildi, þýðingu og hlutverki tómstunda fyrir fólk á öllum aldri í samfélaginu. Einnig fjallar greinin um rannsóknir á tómstundum og mikilvægi þeirra í þróun tómstundastarfs. Í áfanganum verður horft á tómstundastarf í sinni víðustu mynd, bæði úti og inni, tengt náttúru, umhverfi og samfélagi. Rýnt verður í hugmyndafræði unglinga- og þátttökulýðræðis. Í tómstundastarfi með börnum og unglingum er nauðsynlegt að þekkja til forvarna, til að mynda birtingarmynd eineltis og til hvaða ráða er hægt að grípa við lausn þeirra. Þetta á einnig við um forvarnir í tengslum við áfengis- og fíkniefnamisnotkun. Markmiðið er að öðlast heildarsýn yfir þá starfsemi sem fram fer í tómstundum barna, ungmenna og aldraðra og það menningar- og uppeldishlutverk sem tómstundastarf gegnir í lífi þeirra.
    FÉLV1ÞF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tómstundafræði samtímans í tengslum við íslenskt samfélag
    • sögulegri og fræðilegri þróun tómstundafræðinnar
    • helstu rannsóknum á tómstundastarfi
    • mikilvægi rannsókna í mótun og þróun tómstundastarfs
    • aðferðum sem koma að notum í tengslum við forvarnir í tómstundastarfi
    • sérstöðu tómstundafræði, viðfangsefnum hennar og aðferðum
    • mikilvægi tómstundastarfs og tengslum þess við farsælt uppeldi, vellíðan og félagslega aðlögun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga er tengjast rannsóknum á tómstundum og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan/vísindalegan texta
    • afla upplýsinga um tómstundir og tómstundastarf og nýta þær í hagnýtum verkefnum
    • beita orðræðunni um tómstundir á ýmis viðfangsefni og á vettvangi
    • miðla fræðilegu efni í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á rannsóknir á tómstundum
    • leggja mat á hagnýtar aðferðir sem henta við margvíslegar aðstæður í tómstundastarfi
    • tengja rannsóknarniðurstöður við tómstundastarf á vettvangi
    • beita grundvallaraðferðum í forvörnum og eineltismálum
    • taka þátt í rökræðum um tómstundastarf
    • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.