Í áfanganum er lögð áhersla á: Kynningu á efnafræði, mikilvægi hennar og tengsl við umhverfi og daglegt líf. Helstu hugtök og táknmál efnafræðinnar. Lotukerfislæsi, þ.e. læsi ganglegra upplýsinga úr lotukerfinu. Þjálfun í þeim undirstöðuatriðum sem krafist er fryrir nám í framhaldsáföngum. Ábyrga umgengni við efni og áhöld í tilraunastofu, framkvæmd einfaldra tilrauna, úrvinnslu þeirra og framsetningu niðurstaðna. Samvinnu nemenda, sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin námsframvindu.
Enginn undanfari.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu efnafræðinnar og þróun helstu og gagnlegustu hugmynda.
helstu reglum um meðferð á tölulegum niðurstöðum mælinga m.t.t. óvissu og markverðra stafa.
táknmáli efnafræðinnar, m. a. táknum frumefna, efnasambanda og jóna, hamtáknum og efnajöfnum.
myndun og táknun efnatengja og mismunandi eðli þeirra.
nafnakerfi einfaldra, ólífrænna efna.
röðun frumefna í lotukerfi og upplýsingum sem lesa má út frá stöðu þeira í lotukerfinu.
mólhugtakinu og hvernig mælanlegir þættir eins og massi og rúmmál eru tengdir við fjölda efnisagna.
reglum um umgengni við efni og áhöld í tilraunastofu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja verklýsingu við framkvæmd einfaldra tilrauna, vinna úr mælingum og birta niðurstöður með eðlilegri nákvæmni.
nota töflureikni (Excel) við gerð einfaldra tafla og línurita.
lesa út úr lotukerfinu upplýsingar um öreindafjölda atóma og jóna, fjölda gildrafeinda, tengigetu, jónahleðslu, mólmassa, málmeiginleika o. fl.
setja upp efnajöfnur, stilla þær og túlka.
reikna á milli massa, mólmassa og mólfjölda svo og massa, mólstyrks og rúmmáls.
framkvæma einfalda reikninga út frá hlutföllum efna í stilltri efnajöfnu.
greina á milli mismunandi tegunda efnahvarfa og lýsa þeim með efnajöfnum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta beitt þeim í umræðum og skriflegum verkefnum.
setja úrlausnir sínar skýrt og skipulega fram og beita táknmáli efnafræðinnar rétt.
lesa gagnlegar upplýsingar út úr lotukerfi, jónatöflum o. þ. h.
tengja eftir föngum námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf.
umgangast efni og áhöld af ábyrgð og virðingu með hliðsjón af eigin öryggi og annarra.
takast á við framhaldsnám í greininni.
Námsmat byggir á: Verkefnum og tilraunum á önn. Áfanga lýkur með lokaprófi.