Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1322138946

  Tvinntölur og deildajöfnur.
  STÆR3TD05
  15
  stærðfræði
  deildajöfnur, tvinntölur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  None
  Efni áfangans eru tvinntölur og deildajöfnur af fyrsta og öðru stigi. Jafnframt er farið í lengd ferils og yfirborðsflatarmál. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni og skoðaðar andhverfur hornafalla. Við lausn verkefna eru notaðir vasareiknar og tölvuforrit.
  STÆR3HR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • greina tvinntölur
  • bera kennsl á tvinntalnasléttu
  • bera kennsl á veldi tvinntalna
  • vinna með mismunandi margliðujöfnur
  • bera kennsl á mismunandi deildajöfnur
  • finna lengd ferils og yfirborðsflatarmál snúðs
  • finna andhverfu hornafalla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna með tvinntölum í tvinntalnasléttu
  • reikna veldi tvinntalna
  • kanna helstu gerðir margliða
  • nota deildun í raunhæfum verkefnum
  • nota heildun til að leysa raunveruleg viðfangsefni
  • kanna helstu gerðir deildajafna
  • kanna lengd ferils
  • sanna reglur
  • kanna andhverfur hornafalla
  • nota grafíska vasareikna og stærðfræðiforrit
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir
  • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
  • kynna ólíkar aðferðir við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að vinna með margliður, vísis -og lograföll við lausn raunverulegra viðfangsefna
  Verkefnavinna og lokapróf