Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1352972541

  Kynning á jarð- og umhverfisfræði
  NÁTT1JU05
  2
  náttúrufræði
  eðlisfræði, jarðfræði, umhverfisfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er farið í þá þætti jarðfræðinnar sem tengjast daglegu lífi nemenda og eðlisfræðin á bak við þá skýrð með einföldum hætti. Sérstök áhersla er lögð á jarðfræði Íslands og umhverfismál. Dæmi um umfjöllunarefni eru sólkerfið okkar, hringrásir efna á jörðinni, veðrakerfi, loftslagsmál, hafstraumar, flekarek, eldvirkni, jarðskjálftar, landmótun og nýting náttúruauðlinda. Þá verða þau vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir um þessar mundir varðandi nýtingu náttúruauðlinda, mengun og loftslagsbreytingar sérstaklega skoðuð.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sólkerfinu okkar og þeim hringrásum sem snerta daglegt líf jarðarbúa
  • innri gerð jarðar, innrænum öflum og birtingarmynd þeirra á yfirborði jarðar
  • útrænum öflum og birtingarmynd þeirra á yfirborði jarðar
  • umhverfismálum, orkuöflun, nýtingu náttúruauðlinda og loftslagsbreytingum
  • jarðfræði Íslands og þeim þáttum sem mynda og móta landið dag hvern
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita hugtökum á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
  • afla sér upplýsinga um viðfangsefni jarðvísindamanna, vinna úr þeim og koma frá sér á greinargóðan máta
  • fjalla um umhverfismál á upplýstan og vel rökstuddan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja undirstöðuþætti jarðvísinda við umhverfi sitt og daglegt líf
  • gera sér grein fyrir þeim þáttum sem eru mikilvægir lífi á jörðinni og þeim ógnum sem steðja að lífríki jarðar
  • lesa í umhverfi sitt og draga ályktanir um þau jarðfræðilegu ferli sem þar ráða ríkjum
  • taka ábyrga og upplýsta afstöðu í umhverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.