Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1322138967

  Bókmenntir frá landnámi til 1900
  ÍSLE3BF05
  17
  íslenska
  bókmenntir fyrri alda
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  None
  Meginviðfangsefnið bókmenntir og bókmenntasaga frá landnámi til 1900. Nemendur fá yfirsýn yfir bókmenntasögu tímabilsins og kynnast höfundum og völdum verkum með áherslu á höfuðskáld hverrar stefnu eða tímabils. Nemendur kynnast fornum kveðskap, lesin er ein Íslendingasaga, kaflar úr öðrum fornsögum, kveðskapur frá ýmsum tímum, s.s. rímur, helgikvæði, Passíusálmarnir og verk skálda 19. aldar. Nemendur fá þjálfun í ýmiss konar ritun, m.a. ritgerðasmíð. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig um viðfangsefni áfangans bæði í ræðu og riti.
  ÍSLE3NB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lesa og kunna skil á helstu verkum tímabilsins
  • greina strauma og stefnur í bókmenntasögu tímabilsins
  • greina á milli mismunandi tegunda bókmennta og átta sig á tengslum þeirra við bókmenntasöguna
  • kunna skil á áhrifum erlendra menningarstrauma á bókmenntir tímabilsins
  • geta greint mikilvægi menningararfsins í mótun samtímans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig í ræðu og riti um verk og höfunda tímabilsins
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fá innsýn í hugmyndaheim og samfélagshætti fyrri tíma og setja höfunda og verk í sögulegt samhengi ...sem er metið með... með verkefnum, ritgerðum og prófum
  • leggja mat á mismunandi texta tímabilsins, mynda sér skoðanir á þeim og koma þeim á frá sér á skýran og greinargóðan hátt ...sem er metið með... með verkefnum, ritgerðum og prófum
  • lesa sér til gagns og gamans bókmenntir fyrri alda
  • draga saman og nýta sér upplýsingar úr verkum tímabilsins og ýmsum öðrum heimildum þeim tengdum ...sem er metið með... með verkefnum, ritgerðum og prófum