Lestur bókmennta af ýmsum toga er meginviðfangsefnið. Nemendur lesa 6 íslensk og þýdd bókmenntaverk og tjá sig um lestrarreynslu sína bæði munnlega og skriflega.
ÍSLE2RT02 OG ÍSLE23B03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að hægt sé að lesa skáldsögur af ýmsum toga sér til ánægju
einkennum ólíkra höfunda og skáldsagnagerða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig í ræðu og riti um skáldsögur af ýmsum toga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa sér til ángæju ólíkar skádsögur frá ýmsum menningarsvæðum ...sem er metið með... viðtölum og skriflegum verkefnum
leggja mat á mismunandi skáldsögur, mynda sér skoðanir á þeim og koma þeim frá sér á skýran og greinargóðar hátt ...sem er metið með... viðtölum og skriflegum verkefnum
skila og túlka samfélagslega skírskotun bókmennta ...sem er metið með... viðtölum og skriflegum verkefnum
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Áfanginn er utan stundaskrár. Ekki er lokapróf heldur er frammistaðan metin með skriflegum og munnlegum verkefnum sem dreifast jafnt yfir önnina.