Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1322660955

  Málnotkun og daglegt mál fyrir framhaldsskólabraut
  ÍSLE1ML05
  10
  íslenska
  leskilningur, málnotkun, máltaka, ritun og tjáning
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið áfangans er að nemandi styrki og efli ritun og tjáningu, skapandi skrif og uppbyggilegar samræður. Námið tengist sjálfsmynd nemenda og áhugamálum, s.s. kvikmyndum og tónlist, fréttum og viðburðum úr samtímanum. Nemandi lærir um málnotkun og boðskipti almennt, máltöku, tvítyngi og miðlun. Nemandi reynir sig við rökstuðning og framsögn. Nemandi æfir sig í framburði, og hlustun. Nemandi áttar sig á uppruna og þróun tungumála almennt (útdauð mál, útrýmingarhætta, málbreytingar, mállýskur, breytingar á beygingarkerfi, orðaforða og slangri), ennfremur á þróun og sérstöðu móðurmálsins og leitar dæma um gagnsæi þess. Nemandi lærir að byggja upp einfaldar efnisgreinar, raða þeim og tengja. Nemendur lesa smásögur, þjóðsögur o.fl. Leitast er við að nota nýja nálgun í móðurmálskennslu og fjölbreytta kennsluhætti.
  Engar, áfanginn er ætlaður þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • málnotkun og mismunandi framburði, bæði hjá sjálfum sér og öðrum, t.d. í fjölmiðlum
  • skyldleika tungumála
  • grunnatriðum varðandi máltöku barna og uppruna tungumála
  • undirstöðuatriðum daglegs máls
  • tengslum tungumáls við sjálfsmynd
  • margvíslegum fréttaflutningi í fjölmiðlum
  • mikilvægi góðra og kurteislegra samskipta fyrir sjálf og samfélag
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • átta sig á uppruna og skyldleika tungumála
  • byggja efnisgrein
  • byggja upp röklegan texta
  • beita rökum og dæmum í málflutningi
  • lesa stutta texta sér til gagns og gleði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • semja stutta ritsmíð um sjálfvalið eða tiltekið efni ...sem er metið með... faglegri yfirferð kennara á t.d. byggingu og efnistökum
  • rökstyðja mál sitt og miðla skoðun sinni málefnalega sem er metið á viðeigandi hátt, með t.d. flutningi röklega byggðs pistils eða ræðu, þátttöku í samræðum eða öðru sambærilegu
  • draga ályktanir um samband sjálfsmyndar og málnotkunar ...sem er metið með... sjálfstæðum einstaklingsverkefnum, t.d. ritun og kynningum, eða dagbók og kynningu á áhugamáli
  • hlusta á útvarp, sjónvarp eða netmiðla með gagnrýnu hugarfari ...sem er metið með... t.d. umræðum í hópum og samtölum við kennara
  • temja sér kurteisi og umburðarlyndi gagnvart samferðamönnum ...sem er metið með... framlagi og þátttöku í umræðum og samtölum
  Áfanginn er símat,þ.e. verkefni, þátttaka, framfarir, virkni og skilamappa eru metin til einkunnar.