Aðaláherslan í áfanganum er á nýjar kvikmyndir og sjónvarpsþætti og þá markvissu stefnu sem Danir hafa mótað í markaðssetningu og gæðastuðli norrænna kvikmynda. Í byrjun áfangans verður saga kvikmyndaiðnaðarins í Danmörku kynnt í máli og myndum. Fjallað verður um leikstjóra sem skarað hafa fram úr í danskri kvikmyndagerð og einnig um þær kvikmyndir sem valdar hafa verið sem tímamótaverk og samnefnarar fyrir þá strauma og stefnur sem ríkjandi voru á ákveðnum tímabilum. Síðan verða sýndar valdar kvikmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsþættir sem varpa ljósi á þróun kvikmyndaframleiðslunnar í Danmörku.
DANS2RM07 eða DANS2MR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu kvikmyndagerðar í Danmörku
helstu stefnum og straumum sem ríkjandi hafa verið í danskri kvikmyndagerð
þeim kvikmyndum sem markað hafa tímamót í danskri kvikmyndagerð
verkum danskra kvikmyndaleikstjóra sem skarað hafa fram úr
danskri menningu eins og hún birtist í þarlendri kvikmyndaflóru
hvernig þjóðarsálin endurspeglast í því sem gert er að umfjöllunarefni í dönskum kvikmyndum og með hvaða hætti kvikmyndagerðarmenn nálgast það
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja danskar kvikmyndir; bæði hvað varðar myndmál og hið talaða mál
greina kvikmyndir í samræmi við þau hugtök og verkefni sem unnið er út frá í áfanganum
setja þá kvikmynd, sem verið er að fjalla um, í samhengi við önnur verk viðkomandi leikstjóra og þann samtíma sem myndin er sprottin úr
fjalla munnlega um danska menningu og kvikmyndir, án þess að vera bundinn við samfelldan, ritaðan texta
tengja kvikmynd við danska menningu og setja hana í samhengi við danska kvikmyndasögu
flytja mál sitt með skipulögðum hætti á skilmerkilegri dönsku; útskýra og rökstyðja verkefni svo sannfærandi sé
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta betur þá tungumálakunnáttu sem til staðar er vegna aukinnar þjálfunar og öryggis í munnlegri tjáningu
skilja mælt mál í Danmörku
vera virkur þátttakandi í umræðu á danskri tungu
eiga auðveldara með að aðlaga sig og skilja danskt samfélag sem og hin norrænu samfélögin
hafa betri innsýn í danska menningu og þjóðarvitund m.t.t. að stunda nám eða atvinnu þar í landi
bera skynbragð á hin ýmsu blæbrigði danskrar tungu og menningar og geta borið það saman við önnur samfélög.