Útreikningar í tengslum við normlega dreifingu, t-dreifing. Meginmarkgildissetning tölfræðinnar. Úrtaksdreifing, öryggisbil, tilgátuprófanir og helstu fyrirvarar á tölfræðilegum ályktunum. Fylgniútreikningar og aðhvarfsgreining.
lausnum jafna sérhæfðra falla, s.s. á hornafalla- og lograjöfnum
deildun falla, s.s. vísis- og lografalla og samsettra falla
hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda
fara með hugtökin öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggisstig o.s.frv.
setja fram tilgátu og gera á henni viðeigandi tölfræðilegt próf
reikna fylgni milli tveggja breytna
túlka fylgnistuðla
nýta tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og færni sem hann býr yfir
teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja