Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1326448601

    Lokaverkefni: rannsókn
    LOKA3LR03
    2
    lokaverkefni
    lokaverkefni: rannsókn
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á tilteknu námssviði/sérgrein nemandans og þarf viðfangsefnið að vera á 3. þrepi. Nemendur fá kennslu í helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang slíkra rannsókna. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna rannsóknina. Ætlast er til að nemendur öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi.
    Nemandi skal hafa lokið a.m.k. 130 einingum af námi sínu til stúdentsprófs
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
    • helstu hugtökum sem tengjast rannsóknum í félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota félagsvísindaleg vinnubrögð við gerð rannsóknar
    • lesa og leggja mat á rannsóknir fræðimanna
    • beita skipulegum aðferðum við úrvinnslu efnis
    • koma efni á framfæri á vel uppbyggðan, skýran og greinargóðan hátt
    • lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota ýmsar aðferðir við að leysa viðfangsefni
    • skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða viðfangsefnum
    • nýta fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna
    • breyta hugmynd í afurð
    Símatsáfangi