ENSK1LM05 samsvarar hæfnisþrepi A2 í Evrópska tungumálarammanum.
Málfræði: Nemendur halda áfram að bæta við þekkingu sína á helstu málfræðiatriðum í ensku. Æft er að bæta málfræðireglur með ritun og noktun flóknari setningafræði.
Menning: Kynnt verða helstu menningarmunirnir í enskumælandi löndum , t.d. samskipta- og siðvenjur. Einnig læra nemendur að þekkja mismunandi enskar mállýskur.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum í málfræði (t.d. tíðir, orðaflokkar, greinarmerki o.s.frv.)
grunnatriðum í ritun
byggingu einfaldrar ritgerðar
mismunandi menningarheimum, mállýskum og stafsetningarvenjum
flóknari orðaforða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fjölbreytta texta (t.d. þekkt ensk skáldverk)
tjá lesskilning í rituðu máli
ræða um helstu atriði í skáldverkum, sem og dægurmálum
hlusta eftir og skilja dægurmál frá mismunandi enskum menningarheimum
halda uppi samræðum um einföld dægurmál
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka megininnhald lesinna texta
halda stutta kynningu fyrir samnemendur
rökræða mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt
taka þátt í umræðum um alþekkt eða einföld málefni
tjá sig á skýran hátt í ræðu og riti með noktun flóknari orðaforða
taka afstöðu af umburðarlyndi með tilliti til enskra mállýskna og menningarsögu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.