Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1327502819

  Stærðfræðigreining
  STÆR4SG05
  2
  stærðfræði
  greining, stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  Fjallað er um rauntölur og fullkomleika þeirra, farið nánar í ýmis grundvallarhugtök eins og markgildi og samfelldni falla og ýmsum aðferðum beitt við að kanna samleitni óendanlegra runa og raða.
  STÆR3DH05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • rauntalnakerfinu og raunföllum
  • markgildum falla
  • undirstöðueiginleikum samfelldra og deildanlegra falla
  • samleitni óendanlegra runa og raða af ýmsum gerðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna markgildi falla
  • beita reglum sem byggja á undirstöðueiginleikum samfelldra falla
  • beita mismunandi aðferðum til að kanna samleitni óendanlegra runa og raða
  • setja niðurstöður sínar fram á skýran og skilmerkilegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta skráð lausnir sínar skýrt og á gagnrýninn hátt, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
  • fylgja stærðfræðilegri röksemdafærslu og geta byggt upp einfaldar sannanir á eigin spýtur
  • takast af miklu öryggi á við stærðfræðileg verkefni
  • hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum
  • takast á við stærðfræðileg verkefni þar sem nota þarf ólíkar aðferðir samtímis eða hverja á eftir annarri
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.