Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna nemendum að beita þeim rithefðum sem notaðar eru í enskumælandi löndum og farið í þætti eins og inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag. Nemendur þjálfist í að leita heimilda, t.d. á Netinu, og vinna úr þeim samkvæmt APA-kerfinu.
ENSK2MS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
formlegum og fræðilegum orðaforða sem tengist ritun, orðstofnum og uppruna þeirra
hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsnið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á
tjá sig af öryggi um margvísleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, ...sem er metið með... verkefnum og prófum
skrifa gagnorða og skilmerkilega texta sem taka mið af því hver lesandinn er, ...sem er metið með... verkefnum og prófum
skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin, ...sem er metið með... verkefnum og prófum
geta lagt gagnrýnið mat á texta, ...sem er metið með... verkefnum og prófum