Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1328103150

    Enska fyrir færan notanda, c1
    ENSK3EV05
    18
    enska
    evrópski tungumálaramminn, stig c1
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Sérstök áhersla er lögð á ritun og mismunandi stílbrigði ritmáls. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist aukinn orðaforða með lestri blaðagreina um málefni líðandi stundar svo og texta af vísindalegu tagi. Lesin eru lengri og meira krefjandi bókmenntaverk en í ENSK2ES05. Hæfni nemenda til þess að tjá sig með flóknari orðaforða þjálfuð. Auk þess vinna nemendur með þýðingar.
    ENSK2ES05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðeigandi reglum við ritun flókinna texta
    • fjölbreyttum orðaforða (miðað við Academic Word List og Word Frequency Lists).
    • flóknum raun- og bókmenntatextum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja texta af vísindalegu tagi.
    • greina flókna rauntexta og bókmenntaverk.
    • skipuleggja texta með inngangi, meginmáli og lokaorðum.
    • tjá sig á skipulegan, rökrænan og samfelldan hátt í rituðu og töluðu máli.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa langa og flókna texta og bókmenntaverk og greina stílbrigði.
    • skrifa ritgerðir og stuttar greinar á skipulegan hátt.
    • setja fram skoðanir sínar og ræða fjölbreytileg málefni á skipulegan hátt.
    • færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti.
    Áfanginn er símatsáfangi. Mat felst m.a. í kappræðum, leikhúsgagnrýni, samræðum, þýðingum, ritunarverkefnum og orðaforðaverkefnum.